Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 117
andvari
JÓN SIGURÐSSON OG STJÓRNSKIPUN ÍSLANDS
115
Frá þjóðfundi til þjóðhátíðar
Töluvert gekk á í samskiptum íslendinga og Dana næstu árin. Ekki var fall-
ist á beiðni íslendinga um að þeir mættu velja sér fulltrúa á stjórnlagaþing
Danmerkur og borið við tímaskorti. íslendingar áttu því auðveldara með
að halda því til streitu að grundvallarlög Danmerkur giltu ekki fyrir ísland.
Konungur stóð við fyrirheit sitt og á Alþingi 1849 var lagt fram „frumvarp til
laga um kosningar til fulltrúasamkomu þeirrar, er ræða skyldi stjórnskipunar-
lega stöðu íslands í ríkinu“. Alþingi afgreiddi málið og var gengið til kosninga
árið eftir en þjóðfundurinn kom ekki saman fyrr en 5. júlí 1851. Stjórnin lagði
fyrir fundinn frumvarp um stöðu íslands í ríkinu og skyldu grundvallarlög
Danmerkur gilda á íslandi. Frumvarpið fór til nefndar þar sem meirihlutinn
undir forystu Jóns Sigurðssonar skilaði greinargóðu áliti þar sem því var
haldið fram að samband íslands og Danmerkur væri aðeins og hefði alltaf
verið konungssamband og konungur gæti því ekki án samþykkis íslendinga
komið þeim á forræði danska ríkisþingsins. Tilgangur frumvarpsins virtist
augljóslega sá að innlima ísland að fullu í Danaveldi.
Á næstu árum samþykkti Alþingi hvað eftir annað bænarskrár í stjórnar-
bótamálinu þar sem óskir íslendinga um aukin þjóð- og frelsisréttindi voru
ítrekaðar. Danska stjórnin sinnti þessu í engu fyrr en árið 1867 að hún lagði
fyrir Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga fyrir ísland og aftur árið 1869.
Alþingi samþykkti fyrra frumvarpið en gerði á því allnokkrar breytingar sem
stjórnin sætti sig ekki við. Seinna frumvarpinu hafnaði Alþingi og bað um að
fá fyrra frumvarpið til samþykktar. Danska ríkisþingið greip til sinna ráða og
2. janúar 1871 staðfesti konungur lög um stjórnskipunarlega stöðu íslands í
ríkinu. Samkvæmt lögum þessum, sem oftast hafa verið nefnd stöðulögin, var
Island óaðskiljanlegur hluti Danmerkur. Seinna sama ár lét konungur leggja
stjórnarskrárfumvarp fyrir Alþingi sem hafnaði því.
Árið 1873 samþykkti Alþingi frumvarp að stjórnarskrá handa Islandi og
bað konung að staðfesta. Til vara sendi Alþingi tvær tillögur. Sú fyrri var
svohljóðandi: „Að ef konungi þóknist ekki að staðfesta stjórnarskrárfrumvarp
alþingis, setji hann að ári stjórnarskrá, er veiti alþingi fullt lögsetningarvald
°g fjárforræði og að öðru leyti sé löguð eftir frumvarpinu, svo sem framast
má verða.“ Nefndin setur þó þau skilyrði:
1. „Að stjórnarskrá þessi ákveði, að sérstakur ráðgjafi skuli skipaður fyrir fslandsmál,
sem hafi ábyrgð á stjórnarstörfum sínum fyrir alþingi".
2. „Að engin gjöld eða álögur verði lagðar á Island til sameiginlegra mála án
samþykkis alþingis".
3. „Að endurskoðuð stjórnarskrá, byggða á óskertum landsréttindum íslendinga,
verði lögð fyrir hið fjórða þing, sem haldið verður, eftir að stjórnarskráin öðlast
gildi“.