Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 117

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 117
ANDVARI JÓN SIGURÐSSON 00 STJÓRNSKIPUN ÍSLANDS 115 Frá þjóðfundi til þjóðhátíðar Töluvert gekk á í samskiptum íslendinga og Dana næstu árin. Ekki var fall- ist á beiðni íslendinga um að þeir mættu velja sér fulltrúa á stjórnlagaþing Danmerkur og borið við tímaskorti. Islendingar áttu því auðveldara með að halda því til streitu að grundvallarlög Danmerkur giltu ekki fyrir ísland. Konungur stóð við fyrirheit sitt og á Alþingi 1849 var lagt fram „frumvarp til laga um kosningar til fulltrúasamkomu þeirrar, er ræða skyldi stjórnskipunar- lega stöðu íslands í ríkinu". Alþingi afgreiddi málið og var gengið til kosninga árið eftir en þjóðfundurinn kom ekki saman fyrr en 5. júlí 1851. Stjórnin lagði fyrir fundinn frumvarp um stöðu íslands í ríkinu og skyldu grundvallarlög Danmerkur gilda á íslandi. Frumvarpið fór til nefndar þar sem meirihlutinn undir forystu Jóns Sigurðssonar skilaði greinargóðu áliti þar sem því var haldið fram að samband íslands og Danmerkur væri aðeins og hefði alltaf verið konungssamband og konungur gæti því ekki án samþykkis íslendinga komið þeim á forræði danska ríkisþingsins. Tilgangur frumvarpsins virtist augljóslega sá að innlima ísland að fullu í Danaveldi. Á næstu árum samþykkti Alþingi hvað eftir annað bænarskrár í stjórnar- bótamálinu þar sem óskir íslendinga um aukin þjóð- og frelsisréttindi voru ítrekaðar. Danska stjórnin sinnti þessu í engu fyrr en árið 1867 að hún lagði fyrir Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga fyrir ísland og aftur árið 1869. Alþingi samþykkti fyrra frumvarpið en gerði á því allnokkrar breytingar sem stjórnin sætti sig ekki við. Seinna frumvarpinu hafnaði Alþingi og bað um að fá fyrra frumvarpið til samþykktar. Danska ríkisþingið greip til sinna ráða og 2. janúar 1871 staðfesti konungur lög um stjórnskipunarlega stöðu íslands í ríkinu. Samkvæmt lögum þessum, sem oftast hafa verið nefnd stöðulögin, var Island óaðskiljanlegur hluti Danmerkur. Seinna sama ár lét konungur leggja stjórnarskrárfumvarp fyrir Alþingi sem hafnaði því. Arið 1873 samþykkti Alþingi frumvarp að stjórnarskrá handa íslandi og bað konung að staðfesta. Til vara sendi Alþingi tvær tillögur. Sú fyrri var svohljóðandi: „Að ef konungi þóknist ekki að staðfesta stjórnarskrárfrumvarp alþingis, setji hann að ári stjórnarskrá, er veiti alþingi fullt lögsetningarvald °g fjárforræði og að öðru leyti sé löguð eftir frumvarpinu, svo sem framast má verða." Nefndin setur þó þau skilyrði: 1. „Að stjórnarskrá þessi ákveði, að sérstakur ráðgjafi skuli skipaður fyrir íslandsmál, sem hafi ábyrgð á stjórnarstörfum sínum fyrir alþingi". 2. „Að engin gjöld eða álögur verði lagðar á Island til sameiginlegra mála án samþykkis alþingis". 3. „Að endurskoðuð stjórnarskrá, byggða á óskertum landsréttindum íslendinga, verði lögð fyrir hið fjórða þing, sem haldið verður, eftir að stjórnarskráin öðlast gildi".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.