Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 112

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 112
110 ÁGÚST ÞÓR ÁRNASON ANDVARI gera íslendingum ljósa nauðsyn þess að koma á innlendu fulltrúaþingi og hvernig slíkt þing starfaði. Auk þess vildi hann vekja athygli embættismanna- nefndarinnar á mikilvægum atriðum sem hafa bæri í huga þegar drög væru lögð að framtíðarskipan þjóðmála á íslandi. Jón rekur sögulegar forsendur fulltrúaþinga og ástæður fyrir því að rétt sé og nauðsynlegt að koma slíkri stofnun á fót með íslendingum. Nefnir Jón í því sambandi reynslu annarra þjóða, fjarlægð, ólíka staðhætti og þjóðareinkenni, tilhögun lands, stærð, strjálbýli og samgönguleysi, möguleika Dana til að vernda ísland, óskir lands- manna og vilja konungs sjálfs til að koma á fulltrúaþingum í Danaveldi.4 í greininni vekur Jón máls á „rétti íslendinga" og kveður þar við nýjan tón í umræðunni um íslensk stjórnmál á 19. öld. Hann heldur því fram að þjóðin verði að framfylgja rétti sínum „því hver þjóð hefir að vísu sína ákvörðun einsog hverr einstakur maður, og það er engri annarri þjóð ætlað að setja hana eptir sinni vild".5 Jón átti seinna eftir að færa frekari rök fyrir þessari skoðun sinni. Þótt Jón hafi ekki orðið fyrstur til að kalla eftir fulltrúaþingi á íslandi gerði hann sér manna best grein fyrir nauðsyn þess og mikilvægi að koma slíkri stofnun á fót. Það var staðföst sannfæring hans að á eftir þinginu kæmi framkvæmdavaldið svo að segja sjálfkrafa til landsins. Það vekur athygli hve vel Jón er að sér um þær stjórnskipunarhugmyndir sem efstar voru á baugi á seinni hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Hann lýsir stjórnskipan samtímans með vísan til fortíðar og bendir á að þau lýðstjórnarríki sem komist hafi á legg á þessu tímabili hafi ekki öll sama stjórnarhátt „en aðal-hugmynd þeirra [sé] sú hin sama sem lýst [hafi] sér í stjórn enna fornu íslendínga og náttúrlegust er, að þjóðin sjálf á höfuðvaldið, og enginn á með að skera úr málefnum þeim, sem allri þjóðinni viðkoma, nema samkvæmt vilja flestra meðal þjóðarinnar".6 Eins og Islendingar hafi kosið sér lögsögumann telur Jón nauðsynlegt að fela einstaklingi að fram- kvæma vilja þjóðarinnar (framkvæmdavaldið) um skemmri eða lengri tíma og sé sá skyldugur til að „gjöra þjóðinni grein á aðgjörðum sínum." Jón bætir því við að þótt hann hafi „sagt að þjóðviljinn [sé] efstur" þá megi aug- Ijóst vera að ekki séu „allir þess umkomnir, hvorki fyrir skynsemis sakir né aldurs, að þeir geti lagt þvílíkan úrskurð á sérhvert mál sem þjóðvilji mætti heita, enda verður bágt að koma því við þar sem land er mikið, og mart fólk til ráðagjörðar, en mál þarf skjótrar úrlausnar". Til að vega upp á móti þessum vandkvæðum við að ná fram þjóðarviljanum þurfi að mati Jóns að velja hina hæfustu og vönduðustu menn sem fulltrúa. Til að leiðbeina kjósendum við val á fulltrúum telur Jón tímarit og dagblöð „hin beztu verkfæri" en þau geti einnig veitt stjórnmálamönnum aðhald og hvatt þá „til umhugsunar og vandvirkni með því að finna að við þá, vekja eptirtekt þeirra og annarra á því sem miður fer og hvernig það megi bæta" (bls. 67). Við lestur þessarar greinar Jóns fer ekki á milli mála að hann hefur verið búinn að velta fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.