Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 130
128
MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR
ANDVARI
er ung kona um fertugt og þar til hún er farin að kenna elli. Myndirnar, frum-
gerðir og kópíur af þeim, virðast vera teknar við tíu tækifæri.20
Þá er varðveitt ein mynd af Jóni og Ingibjörgu saman (bls. 125). Það er
nokkuð merkilegt að þau hafi látið taka mynd af sér saman en hjónamyndir
voru ekki algengar fyrr en undir aldamótin 1900.21 Myndin af Ingibjörgu og
Jóni er talin hafa verið tekin um 1845 og er varðveitt í þremur eftirmyndum
á Þjóðminjasafninu.22
Undrun vekja þó orð góðvinar Jóns, Páls Melsteð (1812-1910), sem talaði
um það að Jón hefði verið með „hrafnsvart hár“ er Páll fór frá Höfn árið 1840
en fimm árum síðar, árið 1845, er Jón kom til Reykjavíkur, hafi hann verið
„snjóhvítur“ á hár.23 Á myndinni er Jón nefnilega með hrafnsvart hár. Hjónin
eru bæði ábúðarmikil á svip og klædd eftir danskri tísku. Jón er í köflóttu
vesti og svörtum jakkafötum og með slaufu eða silkihálsklút. Ingibjörg ber
hvítan kappa yfir kollinn eins og háttur giftra kvenna var á 19. öld og er með
fína hárgreiðslu. Þá er hún í hvítri blússu undir dökkum kjólnum og skreytt
með nælu og hálsfesti. Ef andlitsdrættir þeirra Jóns og Ingibjargar eru skoð-
aðir má greinilega sjá frændsemina í svipnum en þau voru systkinabörn.24
III
Ein ljósmyndanna af Ingibjörgu sker sig úr. (Sjá bls. 130). Þar virðist hún
greinilega vera mun yngri en á öllum hinum myndunum sem varðveittar eru
af henni. Myndin er tekin á salt pappír sem notaður var við Ijósmyndatökur á
upphafsárum ljósmyndunar frá 1839 og næsta áratuginn. Myndin er því lík-
lega tekin um 1850.25 Greinilegt er að myndin er „retússeruð“ eða hvíttuð og
gæti það gefið vísbendingu um aldur hennar 26 Kappinn á höfði Ingibjargar,
ermar og hálskragi eru hvíttaðar fletir á myndinni. Kinnar hennar hafa fengið
örlitinn roða (verið rjóðaðar) og hringar hafa verið gylltir. Hér er Ingibjörg
rólyndisleg í fasi og með yndisþokka æskunnar geislandi af sér. Hún situr
fyrir í fallegum köflóttum kjól. Á andlitsdráttum hennar á þessari mynd
samanborið við andlitsdrætti Ingibjargar á hjónamyndinni sem jafnan hefur
verið talin frá 1845, virðist hún vera all miklu yngri.
Ef þessar tvær myndir sem hér birtast af Ingibjörgu eru bornar saman þá
virðist Ingibjörg vera yngri á myndinni sem á að hafa verið tekin árið 1850
en á myndinni sem talin er að hafi verið tekin árið 1845. Það sýnist því til-
efni til að gefa fyrrgreindum orðum Páls Melsteð sérstakan gaum. Bogi Th.
Melsteð getur þess að Páll hafi verið „einstaklega minnugur maður“ og
hafi ekki viljað „fullyrða neitt, sem hann mundi eigi með vissu.“27 Þetta er
mikilsvert atriði því óhætt er að fullyrða að ímynd hjónanna Ingibjargar og
Jóns í huga fólks hefur verið byggð á hjónamyndinni. Ef á hinn bóginn er