Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 130

Andvari - 01.01.2011, Side 130
128 MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR ANDVARI er ung kona um fertugt og þar til hún er farin að kenna elli. Myndirnar, frum- gerðir og kópíur af þeim, virðast vera teknar við tíu tækifæri.20 Þá er varðveitt ein mynd af Jóni og Ingibjörgu saman (bls. 125). Það er nokkuð merkilegt að þau hafi látið taka mynd af sér saman en hjónamyndir voru ekki algengar fyrr en undir aldamótin 1900.21 Myndin af Ingibjörgu og Jóni er talin hafa verið tekin um 1845 og er varðveitt í þremur eftirmyndum á Þjóðminjasafninu.22 Undrun vekja þó orð góðvinar Jóns, Páls Melsteð (1812-1910), sem talaði um það að Jón hefði verið með „hrafnsvart hár“ er Páll fór frá Höfn árið 1840 en fimm árum síðar, árið 1845, er Jón kom til Reykjavíkur, hafi hann verið „snjóhvítur“ á hár.23 Á myndinni er Jón nefnilega með hrafnsvart hár. Hjónin eru bæði ábúðarmikil á svip og klædd eftir danskri tísku. Jón er í köflóttu vesti og svörtum jakkafötum og með slaufu eða silkihálsklút. Ingibjörg ber hvítan kappa yfir kollinn eins og háttur giftra kvenna var á 19. öld og er með fína hárgreiðslu. Þá er hún í hvítri blússu undir dökkum kjólnum og skreytt með nælu og hálsfesti. Ef andlitsdrættir þeirra Jóns og Ingibjargar eru skoð- aðir má greinilega sjá frændsemina í svipnum en þau voru systkinabörn.24 III Ein ljósmyndanna af Ingibjörgu sker sig úr. (Sjá bls. 130). Þar virðist hún greinilega vera mun yngri en á öllum hinum myndunum sem varðveittar eru af henni. Myndin er tekin á salt pappír sem notaður var við Ijósmyndatökur á upphafsárum ljósmyndunar frá 1839 og næsta áratuginn. Myndin er því lík- lega tekin um 1850.25 Greinilegt er að myndin er „retússeruð“ eða hvíttuð og gæti það gefið vísbendingu um aldur hennar 26 Kappinn á höfði Ingibjargar, ermar og hálskragi eru hvíttaðar fletir á myndinni. Kinnar hennar hafa fengið örlitinn roða (verið rjóðaðar) og hringar hafa verið gylltir. Hér er Ingibjörg rólyndisleg í fasi og með yndisþokka æskunnar geislandi af sér. Hún situr fyrir í fallegum köflóttum kjól. Á andlitsdráttum hennar á þessari mynd samanborið við andlitsdrætti Ingibjargar á hjónamyndinni sem jafnan hefur verið talin frá 1845, virðist hún vera all miklu yngri. Ef þessar tvær myndir sem hér birtast af Ingibjörgu eru bornar saman þá virðist Ingibjörg vera yngri á myndinni sem á að hafa verið tekin árið 1850 en á myndinni sem talin er að hafi verið tekin árið 1845. Það sýnist því til- efni til að gefa fyrrgreindum orðum Páls Melsteð sérstakan gaum. Bogi Th. Melsteð getur þess að Páll hafi verið „einstaklega minnugur maður“ og hafi ekki viljað „fullyrða neitt, sem hann mundi eigi með vissu.“27 Þetta er mikilsvert atriði því óhætt er að fullyrða að ímynd hjónanna Ingibjargar og Jóns í huga fólks hefur verið byggð á hjónamyndinni. Ef á hinn bóginn er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.