Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 87
andvari
MYNDIN AF JÓNI FORSETA
85
umhirðulitlir fram til 1916, þegar þeim var loksins komið fyrir til sýnis.
Gripirnir voru síðan hafðir í sérstakri stofu á Þjóðminjasafninu frá stofnun
þess 1952, en þeirri stofu var lokað fyrir mörgum árum og munum Jóns og
Ingibjargar komið fyrir í geymslu. Engin merki sjást þess enn, að þeim sé
ætlaður staður í Þjóðminjasafninu nýendurreistu.
Klemens Jónsson landritari segir um Tryggva Gunnarsson: „Engan mann
elskaði Tryggvi meira en Jón og engan virti hann eins. Hann gerði meira en
nokkur annar íslendingur til þess, að halda uppi minningu Jóns. Hann átti
mestan þátt í því, að landið keypti bækur og handrit Jóns. Hann keypti innan-
hússmuni Jóns og gaf þá landinu. Hann sá um útför þeirra hjóna í Khöfn, og
hafði forsögn á hendi fyrir flutningi þeirra hingað upp, og var loks formaður
í samskotanefnd til minnisvarða þeirra og síðar til að koma upp líkneski
Jóns.“14
I bók sinni Hundrad ár í Þjóðminjasafni segir Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður: „Þjóðminjasafnið á nokkur smærri sérsöfn, sem helguð eru minningu
tiltekinna manna. Ber þar fyrst að nefna safn Jóns Sigurðssonar forseta og
Ingibjargar konu hans. ... Stofninn í þessu safni eru munir þeir, sem Tryggvi
Gunnarsson bankastjóri keypti á uppboði í Kaupmannahöfn, er boðin voru upp
húsgögn þeirra hjóna og aðrir munir úr eigu þeirra, og gaf landinu með bréfi
12. júlí 1881. Munir þessir voru síðan varðveittir í Alþingishúsinu og hafðir þar
til sýnis í sérstöku herbergi, en í Þjóðminjasafnið voru þeir fluttir 11. júlí 1952,
°g þar var þeim komið fyrir í sérstakri stofu, svo sem sjálfsagt er.“15
Minnisgrein, sem Halldór H. Jónsson, starfsmaður Þjóðminjasafns, tók
saman 1979 vegna sýningar í tilefni af hundrað ára ártíð Jóns Sigurðssonar,
hnykkir á frásögn Kristjáns Eldjárn:
„Upphaf Minjasafns Jóns Sigurðssonar er það að eftir lát þeirra hjóna, Jóns
°g Ingibjargar, keypti Tryggvi Gunnarsson á uppboði í Kaupmannahöfn all-
marga muni, sem þau létu eftir sig og gaf þá landinu með eftirfarandi bréfi til
forseta sameinaðs Alþingis:
Með brjefi þessu sendi jeg yður, herra forseti ins sameinaða þings skrá yfir
muni þá er Jón Sigurðsson og kona hans ljetu eptir sig, og sem jeg ætlast til að
landið eignist. Munirnir eru settir í herbergi það í alþingishúsinu, sem ákveðið
var að þeir skyldu geymast í og bið jeg yður að hlutast til um að þeirra verði
g*tt framvegis.
Bréfi þessu fylgdi prentuð skrá um munina.
Virðingarfyllst
Reykjavík 12 júlí 1881
Tryggvi Gunnarsson