Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 82
80
ÞORVALDUR GYLFASON
ANDVARI
félaga um viðskiptafrelsi, og var það grundvöllur nýrra laga um siglingar og
verzlun á íslandi, sem tóku gildi 1. apríl 1855. Þannig lagði þjóðfundurinn
grunninn að frjálsum viðskiptum á Islandi, þótt hann þokaði landinu ekki í
átt að auknu þjóðfrelsi nema óbeint í gegnum viðskiptafrelsi.
Af þessum tveim dæmum má ef til vill ráða, hvers vegna myndin af skoð-
unum Jóns Sigurðssonar er ekki skýrari í vitund þjóðarinnar en raun ber vitni
um. Valtýr Guðmundsson hefur ekki fengið að njóta sannmælis vegna þess,
að hann varð fyrir hálfgerða tilviljun ekki fyrsti ráðherrann. Af því leiddi,
að stjórnmálasagan var á heildina litið ekki skrifuð með nægilegri virðingu
fyrir hinu merka brautryðjandastarfi Valtýs, heldur hefur hún að mestu verið
skrifuð af sjónarhóli fyrsta ráðherrans, Hannesar Hafstein, sem átti þó miklu
minni þátt í upphafi heimastjórnar og hafði yfirhöfuð minni áhrif en Valtýr.2
Með líku lagi hefur Jón Sigurðsson ekki heldur fengið að njóta sannmælis.
Jón fór aldrei með framkvæmdarvald, ekki frekar en Valtýr. Jóni var jafnvel
ekki boðið til þúsund ára afmælis íslandsbyggðar 1874 á Þingvöllum, þar sem
Kristján konungur IX. afhenti íslendingum nýja stjórnarskrá. Skýringin, sem
gefin var á fjarveru Jóns, var ýmist sú, að hann væri embættislaus (þingið sat
annað hvert ár, ekki 1874, svo að Jón var þá ekki þingforseti), eða þá, að hann
hefði skyggt um of á kónginn, hefðu þeir báðir verið á staðnum. Hvort tveggja
var einber fyrirsláttur, enda segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, ævi-
söguritari Jóns: „Fjarvera Jóns Sigurðssonar á þjóðhátíðinni 1874 er auðvitað
fullkomið hneyksli.“3
Jón Sigurðsson var uppreisnarmaður í eðli sínu, kröfuharður andófsmaður.
Hann sagði eitt sinn sjálfur, að hann ætti bezt heima „á oppositionsbekkn-
um“.4 íslenzkum valdhöfum að fenginni heimastjórn fannst þá kannski var-
legra að halda uppreisnarmanninum í hæfilegri fjarlægð. Raunin varð sú, að í
kennslubókum handa börnum og unglingum og í hátíðarræðum á tyllidögum
var Jóni forseta lýst sem fjarlægri þjóðfrelsishetju, án þess að orði væri vikið
að helzta baráttumáli hans, verzlunarmálinu, enda eiga frjáls viðskipti á
íslandi enn undir högg að sækja. Mönnum hefur sumum fram á síðustu ár þótt
vandræðalegt að rifja upp, að Jón Sigurðsson var ekki aðeins þjóðfrelsishetja,
heldur einnig viðskiptafrelsisfrömuður, því að síðari hluti réttrar lýsingar á
landsföðurnum var áminning um, að landsmenn hefðu ekki hlýtt kalli hans
nema til hálfs. Einn hópur manna skar sig þó úr, enda áttu þeir sjaldan aðild
að landsstjórninni. Stjórnmálamenn, sagnfræðingar og skáld á vinstri væng
stjórnmálanna leyfðu Jóni Sigurðssyni að njóta sannmælis. Til dæmis skrifaði
Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur margar lærðar ritgerðir um Jón forseta og
hélt til haga öllum hliðum hans. Sverrir segir um framlag Jóns í Þjóðviljanum
1. apríl 1955:
„Afnám hinnar dönsku viðskiptaeinokunar var svo djúptæk söguleg nauð-
syn íslensku þjóðlífi, að án þess hefði engin efnahagsleg né pólitísk framför