Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 61

Andvari - 01.01.2011, Side 61
ANDVARI UM FRÆÐASTÖRF JÓNS SIGURÐSSONAR 59 Noregskonungi árið 1302.44 Er sú skoðun nú einnig ríkjandi meðal íslenskra fræðimanna 45 Jón taldi að allar breytingar sem hefðu verið gerðar á sátt- málanum miðuðu til að gjöra sambandið frjálsara fyrir Íslendínga, skattgjaldið óákveðið að upphæð, skuldbindíngar konúngs sterkari og lögbundnari, höfðíngjavaldið á íslandi fastara og óháðara vilja konúngsins, uppsagnarrétt Íslendínga á sambandinu Ijósari en áðr ar, eptir sáttmála þeim sem saminn var árið fyrir. Það getr varla verið efa undirorpið, að þessar breytingar sé gjörðar af Oddaverjum og samþykktar af konúngs hendi til að vinna þá ... Rök Jóns fyrir þessu eru þó ekki veigamikil, en honum finnst mikilsvert að Oddaverjar hafi verið frændmargir og ríkir og að ættin „hafði liðið minni mannskaða í vígum en Sturlungar og Haukdælir11.47 Stærsta höfðingjaættin hlaut því að geta sett konungi ýmis skilyrði. Efnisgreinar Jóns um skjölin í íslenzku fornbréfasafni eru því af tvennum meiði. Annars vegar eru lærðar greinargerðir í þeim anda sem hann hafði unnið fyrir útgáfur Árnasafns og Fornfræðafélagsins.48 Hins vegar var það sögulegt úttekt hans á t.d. Gamla sáttmála, sem er mun frekar í þeim anda sem ritgerðir hans í Nýjum félagsritum höfðu verið. í útgáfu Jóns á íslenzku fornbréfasafni sameinast þannig tveir angar fræðistarfa hans og að ýmsu leyti er sú útgáfa endapunkturinn aftan við allt fræðastarf Jóns. Niöurstödur Fræðimennsku Jóns Sigurðssonar hefur iðulega verið minni gaumur gefinn en skyldi. Því veldur auðvitað ljóminn af þeim störfum sem hann sinnti í hjáverkum sem stjórnmálamaður og leiðtogi þjóðfrelsisbaráttu íslendinga. Það er þó ekki að ástæðulausu að Jón var mikils metinn fyrir fræðastörf sín og að hann skyldi njóta ríkulegs stuðnings danskra yfirvalda við þau. Á fyrri hluta starfsævinnar (1835-1855) voru það störf hans fyrir Árnasafn og Fornfræðafélagið sem hæst bar, en síðari hlutinn (eftir 1855) hnitast um útgáfu hans á íslenzku fornbréfasafni og Lovsamling for Island. Nokkrum sinnum var Jón fenginn til að rita yfirlitsrit um sögu íslands en aldrei varð þó af því. Árið 1863 fól Fornfræðafélagið t.d. Jóni að semja íslandslýsingu og yfirlit yfir sögu íslands fram að 1800 „en óhlutdrægum manni skyldi falið að semja söguna eftir 1814“. Þetta rit kom þó aldrei út.49 Á svipuðum tíma ákvað Englendingurinn George Powell að styrkja Jón til ritunar íslandssögu, en árið 1874 hafði Jón ennþá ekki komið sér að því verki, en vonaðist til að væntanlegur vísindastyrkur frá alþingi myndi gera honum kleift að hefja verkið. Þá voru kraftar Jóns hins vegar á þrotum og aldrei var sú saga rituð.50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.