Andvari - 01.01.2011, Side 65
SIGURÐUR PÉTURSSON
Jón Sigurðsson og Vestfirðingar
„Hve oft kom Jón Sigurðsson í kjördæmið?" Þannig spurði þingmaður Vest-
fjarðakjördæmis fyrir nokkrum árum, þegar stuðningsmenn hans kvörtuðu
yfir því að hann léti sjaldan sjá sig í kjördæminu. Spurningin sýnir annars
vegar að Jón Sigurðsson er enn hluti af stjórnmálaumræðu þjóðarinnar
°g að hann er enn viðmið sem menn mæla sig við. Jafnframt vekja þessi
ummæli upp hugrenningar um samskipti Jóns Sigurðssonar við kjósendur
sína á Vestfjörðum og sérstaklega kjósendur í ísafjarðarsýslu, þar sem hann
var þingmaður samfellt í 35 ár. Jón var fyrsti alþingismaður Isfirðinga, frá
því alþingiskosningar fóru fram á íslandi árið 1844 og allt til dauðadags
árið 1879. í þessari ritsmíð verður litið til samskipta Jóns Sigurðssonar við
Isfirðinga og Vestfirðinga. Hverjir voru stuðningsmenn hans og hvernig sinnti
hann þeim, sem fulltrúi þeirra á alþingi? Hvernig litu Vestfirðingar til Jóns?
Jón Sigurðsson var Vestfirðingur. Það verður hvorki af honum eða okkur
Vestfirðingum tekið. Nánar tiltekið var hann Arnfirðingur, fæddur og upp
alinn á prestsetrinu Hrafnseyri í Auðkúluhreppi hinum forna, á norður-
strönd Arnarfjarðar. Arnarfjörður er frekar flói en fjörður. Inn úr honum
ganga fjölmargir firðir og víkur sem skiptu byggðinni í nokkrar sveitir eða
sóknir, fyrr á tíð. Arnarfjörður skiptist um miðju, þannig að norðurhlutinn
tilheyrir ísafjarðarsýslu, en suður- eða vesturhlutinn Barðastrandarsýslu. Um
miðjan fjörð að sunnanverðu sker sig stuttur vogur inn í ströndina. Þar kvað
vera mesta logn á Vestfjörðum, jafnvel meira en í Skutulsfirði. Þar er eina
kauptún Arnarfjarðar, Bíldudalur. Bíldudalur var verslunarstaður fjarðarins
á einokunartímanum og á saltfisköldinni, 19. öld, sátu þar innlendir kaup-
ntenn allt frá því að Ólafur Thorlacius tók þar við forráðum árið 1806 og hóf
skútuútgerð. Hann varð fyrstur innlendra kaupmanna til að sigla með saltfisk-
farm beint til Spánar. Þannig stóðu Arnfirðingar framarlega í atvinnumálum
a landsvísu, þegar Jón lék sér að stráum á hlaðinu á Rafnseyri, eins og bærinn
hét í þann tíð.
Jón var ekki af alþýðuættum. Hann tilheyrði forréttindahópi í íslensku
samfélagi. Sigurður Jónsson, faðir hans, var prestur og prestssonur og móðir
hans, Þórdís Jónsdóttir, var prestsdóttir. Prestsyninum Jóni var ætlað að ganga
91 mennta og komast þannig í hóp þeirra sem áttu aðgang eða í það minnsta
von í embætti. Jón fór til mennta, en embættið varð aldrei fast. Hann var þó