Andvari - 01.01.2011, Page 20
18
GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
ANDVARI
eru farnir að koma upp eins og gorkúlur undan hestataðinu í Skagafirði.“
Hann var að búa menn undir að taka þátt í Alþingi með fullum sóma.
Hinar nýju þýskættuðu kenningar um þjóðríki voru andstæðar veldi
Dana og verkuðu sundrandi á það. Um 40 prósent þegna Danakonungs, sem
flestir bjuggu í hertogadæmunum Slésvík og Holtsetalandi, töluðu þýsku. Auk
dönsku og þýsku var einnig töluð íslenska, færeyska og fleiri tungumál innan
vébanda ríkisins. Fram að þessu höfðu ríki yfirleitt byggst á gömlu lénsfyrir-
komulagi sem lítið tillit tók til þjóðernis. Nú var farið að skilgreina þjóðir
út frá sameiginlegum menningararfi, náttúruskilyrðum og tungumáli og því
haldið fram að hver þjóð hefði náttúrulegan rétt til sjálfstjórnar, líkt og Jón
barðist nú fyrir.
Undanfari og hvati hinnar íslensku baráttu fyrir sjálfstjórn var því ekki
síst uppreisn þýskumælandi manna í dönsku hertogadæmunum. Þeir kröfðust
sjálfstjórnar eða jafnvel sameiningar við önnur þýsk ríki. Barátta hinna
þýskumælandi íbúa í Danmörku var nefnd slésvík-holsteinismi. Stundum
voru Jón Sigurðsson og aðrir íslenskir þjóðfrelsismenn kallaðir slésvík-hol-
steinistar í dönskum blöðum og var það notað sem skammaryrði um þá.
Lauslegt þýskt ríkjasamband hafði verið stofnað árið 1815 í kjölfar
Napóleonsstyrjalda og í tengslum við friðarsamningana í Vín. Varð Dana-
konungur þá að gangast inn á það sem hertogi Holtsetalands, sem var aðili að
sambandinu, að stofna þar þing og veita hertogadæminu sérstaka stjórnarskrá.
Hann hummaði þetta þó fram af sér en eftir júlíbyltinguna 1830 varð ekki
undankomu auðið. Með konungstilskipun 1831 var ákveðið að stofna til svo-
kallaðra stéttaþinga í Danmörku, fjögurra talsins, sem áttu að vera ráðgefandi
fyrir konung en ekki löggjafarþing.
Þegar úrskurður konungs var kunngerður lét íslenskur námsmaður í
Kaupmannahöfn; Baldvin Einarsson að nafni, þá skoðun í ljós að réttast væri
að ísland fengi sitt eigið þing með því að endurreisa Alþingi í stað þess að
vera aðili að einhverju stéttaþinganna. Ekki var fallist á þetta en í stað þess
fengu íslendingar tvo fulltrúa á stéttaþing Eydana sem konungur tilnefndi
sjálfur.
Með málflutningi Baldvins Einarssonar hófst barátta fyrir endurreisn
Alþingis sem margir íslendingar urðu til að taka undir. Loks ákvað nýr
konungur, Kristján VIII, að fela svokallaðri embættismannanefnd að íhuga
stofnun ráðgjafarþings á íslandi vorið 1840. Á fundi hennar 1841 lagði
hún til að slíkt þing yrði stofnað og yrði það kallað Alþingi. Meirihluti
nefndarmanna vildi hafa það í Reykjavík en minnihlutinn á Þingvöllum.
Sköpuðust iniklar deilur um þetta og fyrirkomulag þingsins. En niðurstöður
nefndarinnar urðu til þess að konungur gaf út tilskipun þann 8. mars 1843 um
endurreisn Alþingis í Reykjavík.
N