Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Page 44
Eftir Pál S. Pálsson
Þú söngst mér lag, þú söngst mér lag
er sólin hneig að mar,
og síðan hef’ eg heyrt það lag,
já, heyrt það alstaðar.
Þú söngst það aðeins, aðeins mér.
—Þú áttir mína sál—.
Það lifir meðan tár er til
og tungan hefir mál.
Þú gafst mér rós, þú gafst mér rós,
—þá glatt mér varð í hug—.
Hún gaf mér von og þrek og þrótt
að þreyta að nýju flug.
Svo þó að hinsta heimsins rós
að hauðri beygi ®ig,
þá lifir hún í muna mér
og minnir æ á þig.
Þú gafst mér ást, þú gafst mér ást,
sem guð einn skilið fær,
því hún er eins 'og hörku-frost
og heit, sem vorsins blær.
Eg veit ei hvort hún vefur mig
með vorsins hlýju mund
að lokum, eða leggur mig
sem lík, í frosinn blund.
En ástin, hún er eilíft líf
og æðri en isöngva-mál,
þó rósir fölni, hún fölnar ei,
en frelsar hverja sál.
Þó söngvar gleymist, sölni rós
og sólin verði köld,
þá verður ástin öllum hjá
hið allra hinsta kvöld.