Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 47
ÍSLENZKIR VESTURFARAR
21
9. Steinólfur Steinólfsson;
10. Guðrún Steinólfsdóttir; —
(börn Steinólfs).
11. Ragnheiður, bróðurdóttir
Steinólfs, dóttir séra Magnúsar
Grímssonar á Mosfelli.
12. Þórður Gunnarsson.
13. Auður Grímsdóttir, systir
Steingríms og Steinólfs, var Þórður
seinni maður hennar.
14. Björg, og
15. Guðrún, dætur Auðar og
fyrri manns hennar, Jörundar Sig-
wundssonar.
16. Helga, gömul kona, er verið
bafði hjá Auði alla hennar búskapar-
tíð.
17. Jón Reykdal.
18. Einar Kjartansson.
19. Jón Þórðarson.
20. Guðrún -ólafsdóttir Jónas-
sonar, kona Jóns.
21. ólafur, sonur þeirra.
Vestfirðingar
1- Sigurður Guðbrandsson, nef ndi
sig síðar Fjeldsted og kona hans.
2. Guðfinna Benediktsdóttir. —
Þau voru frá Vogi og Kambsnesi í
Laxárdal í Dalasýslu. Börn þeirra:
3. Lára M., giftist síðar Magnúsi
skáldi Markússyni, dáin.
4. Guðfinna, dáin.
5- Brandur.
6. Gestur.
7. ólafur Jóhannesson, dáinn.
8- Elsa Kristofersdóttir.
9. Kristján Rósmann Casper,
dáinn.
Austfirðingarnir munu hafa farið
borð á Seyðisfirði á póstskipinu
Laura’’ og haldið beint til Glasgow
en bar sameinaðist h'ópurinn. Hinir
^óru um borð í Reykjavík á hrossa-
flutnings skipinu “Cameons” er þá
var haft í förum milli Leith og ís-
lands og í nokkur ár þar eftir. Það
var gamalt og ganglaust og gat
naumast talist fært til sjóferða.
Farið var frá Reykjavík seint í
júlí mánuði. Skýrir Grímur svo frá
ferðalaginu, og dvölinni í Reykja-
vík:
“Þegar Vestfirðingar og Sunn-
lendingar komu til Reykjavíkur,
lögðust þeir flestir í mislingum sem
þá geisuðu. Misti Steinólfur þá konu
sína Ingunni og yngri dóttur sína
Stefaníu. (Voru ýmsir tæpast ferða-
færir er lagt var af stað). Við fór-
um frá Reykjavík seint í júlí, að mig
minnir, og komum til Leith eftir 4
eða 5 daga. Þangað var komið
snemma morguns og farið strax á
járnbraut til Glasgow. Komum við
þar um jiádegi, sama dag, höfðum
þar miðdegismat. Að því búnu,
var konum og börnum og farangri
ekið ofán á höfnina á stóreflis
“Dray” (flutningavagni). Með okk-
ur var kærustupar, — pilturinn hét
Magnús en stúlkan Guðný, vestan
úr Dölum. Hún vildi ekki láta keyra
með sig en gekk með karlmönnun-
um, en við urðum að hlaupa til þess
að hafa við “Drayinu”. Svo, þegar
við komum ofan á höfnina var hún
uppgefin, eldrauð í andliti og með
verk undir síðunni, svo þau voru
kyrsett og komust ekki með okkur.
Kl. 2 e. h. vorum við komin um
borð, og á stað kl. 3 til 4. Stönsuð-
um við í Liverpool dálitla stund, tók-
um póst og farþega, fórum svo til
írlands sama daginn (Queenstown),
en höfðum þar stutta viðdvöl, vorum
svo 14 daga yfir hafið til Boston.
Annan ágúst, að sögn, komum við