Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 48
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þangað. Það var seint að degi. Þar
vorum við til seint næsta dag, en
fórum þá með járnbraut til Buffalo,
N. Y., og vorum þar um nótt á hóteli.
Daginn eftir fórum við á vatnabát
sem hét “Empire State”, vorum á
honum 6 daga, fórum eftir stór-
vötnunum Lake Erie, Huron og
Superior, og áttum miður góða æfi
til Duluth. Komum við þangað
seinni part dags, og vorum þar nótt.
Austfirðingar skildu við okkur þar
og fóru til Winnipeg, en við héldum
áfram til St. Paul í Minnesota, því
þangað hafði Sigfús Eymundsson
selt okkur farseðlana, líkast til af
vanþekkingu, haldið víst að það
væri næsta járnbrautarstöð við
Garðar, N. D. Urðum við nú að
borga fult fargjald þaðan til Graf-
ton, N. D., og urðu þá margir pen-
ingalitlir. Frá Grafton keyptum
við keyrslu til Guðrúnar föðursyst-
ur minnar og var þá ferðinni lokið.”
Við ferðasögu þessa er engu að
bæta. Hún er sögð útúrdúralaust,
er greinileg og gagnorð, eins og
höfundarins er vísa. Um viður-
gerning fólks og aðbúnað getur hann
ekki, en hvortveggja var þá, og um
margra ára skeið þar á eftir, svo að
aumara mátti ekki vera. Fróðlegt
væri að fá sagnir af fleirum þessum
vesturfara hópum frá þessum fyrri
árum og þá frá þeim sem voru með
á því ferðalagi.
icelar&ct
By J. C. Royle
Your hills sprout tuff and basalt,—but no pine.
Your heights vent steam and tremble with earth’s stress.
Bright waterfalls your contours grandly dress.
Yours craggy beauty and yours fish-filled brine.
Far fallow island, yours not to possess
Lush fertile reaches, tangled greenwood vine;
Neither in fruit nor grain nor grazing kine
Nor mines’ crude treasure lies your wealthiness.
But you have riches passing Ukraine’s soil,
Bohemia’s bristling stacks and Peru’s oil;
Better than Cathay’s silks, the Transvaal’s gold.
You have allegiance of sons true and bold,
Sons learning-loving, hardy, free,
Men quiet as the cool depths of the sea.