Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 65
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
virðist, oft landið, akrarnir, árstíð-
irnar, kjör innflytjendanna og sam-
anburður á hinu nýja fósturlandi og
föðurlandinu gamla. Dálítið þung-
lyndislegur raunablær er yfir sum-
um kvæðunum, þó að þar verði líka
vart við fyndni. Talsvert djúprar
trúartilfinningar verður þar og
vart, og er líklegt að hún eigi sér
djúpar rætur í skáldskap Úkraníu-
manna. Yfirleitt talar skáldskap-
ur þeirra fremur til tilfinninganna
en vitsins, jafnvel hjá þeim skáld-
unum, sem heyra til hinum yngra
flokki mentamanna, sem fæddir eru
hér En yfir kvæðunum yfirleitt
hvílir einhver hugþekkur blær, sem
bendir á, að þau komi beint frá
hjörtum höfundanna, án málskrúðs
og tilgerðar.
í kvæðum skandínavisku skáld-
anna kveður nokkuð við annan tón.
Þar er það ekki jörðin og vinnan,
sem er næst hugsun skáldsins, held-
ur önnur óhlutkendari efni. Það
mætti ef til vill segja, að flest
úkranisku skáldin séu fyrst og
fremst sveitaskáld, en hin skandi-
navisku skáld borgalífsins. Hjá þeim
ber lítið á þrá innflytjandans til
sinna fyrri átthaga, en aftur meira
á íhugun um félagsleg vandamál, iog
einnig hressilegu viðhorfi við erfið-
leikum lífsins, sem eru hlutskifti út-
lendingsins fyrst í stað.
Samanburður eins og sá, sem hér
hefir verið reynt að gera, er að vísu
mjög ófullkominn, en hann sýnir
samt að nokkru leyti, hvar við
Vestur-íslendingar stöndum á vett-
vangi canadiskra bókmenta. Við
þurfum ekki sjálfir að leggja neinn
dóm á það, hvort við stöndum þar
öðrum framar eða aftar; sá dómur
hefir verið upp kveðinn af þeim,
sem vel eru færir um að leggja rétt-
an dóm á gildi bókmenta, og hann
er þannig, að við megum vel vera
ánægðir með hann.
í grein eins og þessari er ekki
rúm til að minnast neitt á ritstörf fs-
lendinga hér í landi á ensku máli.
Alt það heyrir til innlendum bók-
mentum, en gjarnan mætti segja
meira um þær á íslenzku en gert
hefir verið. Hér er heldur ekki rúm
til að minnast á skáldsagnaritun
Vestur-íslendinga. Þar er nóg efni í
sérstaka ritgerð, enda þó að við eig-
um ekki marga skáldsagnahöfunda.
En það, sem mest og bezt hefir hald-
ið uppi bókmentaheiðri okkar, enn
sem komið er, er Ijóðagerðin, þó að
margt hafi verið að henni fundið,
og það eflaust með réttu. Innan um
ruslið, sem óefað er mikið, eru marg-
ar fagrar perlur, sem mikið er gef-
andi fyrir.
En hvað er um framtíðina? mun
margur vilja spyrja. Legst íslenzk-
ur skáldskapur hér niður innan
skamms ? Mörgum mun finnast
sjálfsagt, að svo hljóti að verða. Að
vísu munu flestir, ,sem nú yrkja á
íslenzku hér, halda því áfram til
æfiloka, en þeir eru nú allir orðnir
miðaldra menn iog eldri. Náttúrlega
deyr íslenzkur skáldskapur hér fyr
en málið sjálft. Ennþá eru þó eng-
in veruleg dauðamerki á íslenzkum
skáldskap hér, og meðan íslenzk
blöð verða gefin hér út, mun ávalt
eitthvað í þeim birtast í bundnu
máli. Það er erfitt að hugsa sér ís-
lenzkt blað eða tímarit, sem engan
skáldsk'ap hefði að flytja. En hve-
nær rís upp eitthvert góðskáld meðal