Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 65

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 65
38 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA virðist, oft landið, akrarnir, árstíð- irnar, kjör innflytjendanna og sam- anburður á hinu nýja fósturlandi og föðurlandinu gamla. Dálítið þung- lyndislegur raunablær er yfir sum- um kvæðunum, þó að þar verði líka vart við fyndni. Talsvert djúprar trúartilfinningar verður þar og vart, og er líklegt að hún eigi sér djúpar rætur í skáldskap Úkraníu- manna. Yfirleitt talar skáldskap- ur þeirra fremur til tilfinninganna en vitsins, jafnvel hjá þeim skáld- unum, sem heyra til hinum yngra flokki mentamanna, sem fæddir eru hér En yfir kvæðunum yfirleitt hvílir einhver hugþekkur blær, sem bendir á, að þau komi beint frá hjörtum höfundanna, án málskrúðs og tilgerðar. í kvæðum skandínavisku skáld- anna kveður nokkuð við annan tón. Þar er það ekki jörðin og vinnan, sem er næst hugsun skáldsins, held- ur önnur óhlutkendari efni. Það mætti ef til vill segja, að flest úkranisku skáldin séu fyrst og fremst sveitaskáld, en hin skandi- navisku skáld borgalífsins. Hjá þeim ber lítið á þrá innflytjandans til sinna fyrri átthaga, en aftur meira á íhugun um félagsleg vandamál, iog einnig hressilegu viðhorfi við erfið- leikum lífsins, sem eru hlutskifti út- lendingsins fyrst í stað. Samanburður eins og sá, sem hér hefir verið reynt að gera, er að vísu mjög ófullkominn, en hann sýnir samt að nokkru leyti, hvar við Vestur-íslendingar stöndum á vett- vangi canadiskra bókmenta. Við þurfum ekki sjálfir að leggja neinn dóm á það, hvort við stöndum þar öðrum framar eða aftar; sá dómur hefir verið upp kveðinn af þeim, sem vel eru færir um að leggja rétt- an dóm á gildi bókmenta, og hann er þannig, að við megum vel vera ánægðir með hann. í grein eins og þessari er ekki rúm til að minnast neitt á ritstörf fs- lendinga hér í landi á ensku máli. Alt það heyrir til innlendum bók- mentum, en gjarnan mætti segja meira um þær á íslenzku en gert hefir verið. Hér er heldur ekki rúm til að minnast á skáldsagnaritun Vestur-íslendinga. Þar er nóg efni í sérstaka ritgerð, enda þó að við eig- um ekki marga skáldsagnahöfunda. En það, sem mest og bezt hefir hald- ið uppi bókmentaheiðri okkar, enn sem komið er, er Ijóðagerðin, þó að margt hafi verið að henni fundið, og það eflaust með réttu. Innan um ruslið, sem óefað er mikið, eru marg- ar fagrar perlur, sem mikið er gef- andi fyrir. En hvað er um framtíðina? mun margur vilja spyrja. Legst íslenzk- ur skáldskapur hér niður innan skamms ? Mörgum mun finnast sjálfsagt, að svo hljóti að verða. Að vísu munu flestir, ,sem nú yrkja á íslenzku hér, halda því áfram til æfiloka, en þeir eru nú allir orðnir miðaldra menn iog eldri. Náttúrlega deyr íslenzkur skáldskapur hér fyr en málið sjálft. Ennþá eru þó eng- in veruleg dauðamerki á íslenzkum skáldskap hér, og meðan íslenzk blöð verða gefin hér út, mun ávalt eitthvað í þeim birtast í bundnu máli. Það er erfitt að hugsa sér ís- lenzkt blað eða tímarit, sem engan skáldsk'ap hefði að flytja. En hve- nær rís upp eitthvert góðskáld meðal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.