Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Blaðsíða 66
39
ÍSLENZAK BÓKMENTIR f CANADA
V estur-íslendinga, sem yrkir á
enskri tungu? Enn hefir ekkert
slíkt skáld fram komið. En ólíklegt
er, að hin íslenzka hneigð til skáld-
skapar, sem hefir lifað gegnum
margra alda áþján og eymd, eigi
það fyrir höndum að deyja hér í
vesturvegi, þó að þeim fækki, sem
geta klætt hugsanir sínar í hinn
fagra búning móðurmálsins.
Til Vesttsr-íslendiiiigtfa
(Á fullveldisdegi íslands 1939)
Eftir Sigurð Jónsson frá Helluvaði
Oss sviðu þau örlög liarmsár og hörð,
er hetjan á þroska-árum
var hrakin 1 útlegð af ættarjörð
—einmana’ og hjartað í sárum.
hlinn hugur með Bimi Breiðviking
Þá harst út á hulda vegu.
Eg dáði þann hugstyrk, er hetjan slyng
gaf heitorðin göfuglegu.
En sögn þá vér erfðum um útlaga þann
svo ímyndim vængi þandi,
a8 sæhafa landinn hann fyrirmann fann
* íjarlægu, óþektu landi.
ö bræður' Við örlaga hlutskifti hörð
þið hröktust á þrenginga-árum
hurtu frá elskaðri ættarjörð
í útlegð—og hjartað í sárum.
■^eð stolti og metnað við minnumst þess:
I móðurlandinu nýja
svo margan þið fyllið nú fyrirmanns-sess
aS frægð ykkar hefst þar til skýja.
Frá fortíð og nútíð slíkt frægðarorð ber
um framandi álfu þann hróður
um kynþátt vom: Manngöfgis aðalsbréf er
ef Island má nefna hans móður.
Því djúpt stendur rótum á Islandi ein
sú ættgrein, þar merginn ei brestur.
Hinn norræni stofn ól þá gróandi grein,
og greinin skaut teinungi vestur.
Heill ykkur bræður! Nú ber ykkur hátt.
Þið byggið upp framtíðar-veldin.
I feðranna afrek og forystumátt
nú fáið þið sótt ykkur eldinn.
Þann hugvits og dirfsku og áræðiseld,
sem átti sér Leifur ’inn heppni,
og skín eins og vitinn skær um kveld
i skáld-jöfurs lista keppni.
Vér fundum hálfu heimsins. Það hrós
ber hetjum fornaldar snjöllum.
Nú tendrist guðdómleg lista ljós
að lýsum vér heiminum öllum. —