Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 69

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 69
42 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA gáfaði vinur hans, sem skildi, að með ytra skrauti og íburði, reyna þeir að byggja sig upp, sem bera tómlæti í huga og vita sjálfa sig andlega afskifta með lélegu uppeldi og illri meðferð í æsku. Kelly hafði með opnum augum bygt um sig skjaldborg úr gulli. En kaldan gust lagði oft um sálu hans í þeirri borg, og sá andkuldi lífsins var napur. Hann sá menn beygja kné fyrir gullkálfinum, en ekki virða mann- gildið viðlits. Hann sá flærðina og græðgina dansa af list og græneygða öfundina á gægjum. Hann fann til stálhnefa járnsálanna í viðskiftun- um og æskuárin höfðu kent honum vald hnefaréttarins, svo að á þeim sviðum var hann vel kunnugur. Og í heimi athafna og verzlunar brá andliti gamla húsbónda hans oft fyrir. — En svo voru aðrir, sem komu honum til hjáipar — og enn aðrir, sem höfðu verið beinlínis Ijos- berar lífs hans. Móðir hans og hús- móðir hans, gamli fiskimaðurinn og Allan Foster, sem hafði verið hon- um vinur og kennari, haft þau áhrif á líf hans, sem höfðu styrkt hann til starfs og þroska. Oft hafði hann óskað þess, að geta munað betur eftir móður sinni og því, sem hún hafði talað við hann; en það var alt að mestu leyti gleymt, lá í meðvit- und hans eins og óljós þokuslæðing- ur, sem hann gat ekki grylt í gegn um. En andrúmsloftið í kringum hana hafði verið hlýtt og örugt, — þessvegna mundi hann ef til vill eftir svo litlu. . . Hann mundi óljóst eftir ferð, sem honum hafði fund- ist löng, kannske hafði sú ferð verið aðeins nokkrar mílur. Svo mundi hann eftir því, að móðir hans hafði verið að mjólka kýr á stöðli og hann var þar hjá henni og hafði beyg af kúnum, því þær voru voðalega stór- vaxnar í augum hans. Ein kýrin baulaði og honum fanst það svo ægi- legt öskur, að hann hágrét af hræðslu. Móðir hans tók hann í fangið og huggaði hann. En lengi á eftir hafði honum staðið ótti af nautgripum. Önnur mynd af móður hans stóð honum lifandi fyrir hug- skotssjónum, næstum því ónáttúr- lega skýr, — hann sat í stól undir glugga við eldhúsborðið og honum leið ákaflega vel, ilmandi matarlykt var í eldhúsinu og eitthvað hátíðlegt lá í loftinu. Móðir hans stóð við borðið og var að sýsla við bakninga. Sólin skein á andlit hennar og har, hann mundi svo vel eftir björtu hári, beinu nefi og vanga svipnum. Þeg- ar hann skoðaði þessa mynd í huga sér, sá hann, að hún hafði verið ung og lagleg. Hann mundi líka eftir því, þegar hún var að afklæða hann og þvo honum á kvöldin og reyna að kenna honum að stafa sem honum hafði leiðst mikið. Svo las hún með honum bænirnar hans, þeim haföi hann fyrir löngu gleymt, nema einni setningu, sem hann mundi og skildi ennþá, þó alt annað, sem hún hafði kent honum og talað við hann á ís- lenzku, væri máð úr minni hans. Ein- hvernveginn hafði móður hans tekist að festa í huga hans þessa hendingu: “Vertu guð faðir, faðir minn”. Þaö voru allar bænirnar, sem hann kunni og honum hafði fundist síðar, að þessi bæn væri svo innihaldsrík, að í henni feldist alt það, sem menn- irnir gætu beðið um. Hann mundi líka, að móðir hans hafði sagt hon- um, að guð væri faðir hans. Hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.