Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 73
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þeim af stað. Hann stóð með tárin
í augunum og horfði á eftir þeim og
sá eftir öllum höggunum, sem hann
hafði slegið þá.
Þannig skildi Kelly við bernsku
árin. En sársaukinn og minkunin
yfir þessum tryllingsskap, sem yfir
hann kom, fylgdu honum eins og
skugginn hans, ásótti hann eins og
ljótur draumur, sem hann gat ekki
losað sig við.
En gæfan gekk honum við hönd
þennan dag. Fyrir hendingu komst
hans eins og léttadrengur á fiski-
skip, sem lá ferðbúið við landfestar
og sigldi undir kveldið norður á
Vatn.
Og fiskiskipið varð honum ham-
ingjufley, sem flutti hann inn í
nýja veröld, út í heiðríkju loftsins
og bláma vatnsins. Hann var frjáls,
hann var sloppinn úr varðhalai,
hann var sjálfum sér ráðandi. Hann
kveið engu um framtíðina, en starði
hugfanginn út í víddina og blámann.
Hann vaknaði næsta morgun með
sólaruppkomu, fór á fætur í tíma
til að sjá eldroða morgunsólarinnar
speglast í vatninu. Þvílíka fegurð
hafði hann aldrei séð, bonum fanst
að .skipið vera á leiðinni inn í glitr-
andi gullhaf. Svo fagra veröld hafði
hann aldrei dreymt um. Gleði og
öryggi fyltu huga hans morgunroða,
því nú var líf hans rétt í dagrenning
— það liðna var nóttin.
Kelly var nú búinn að gleyma
flestu, sem fyrir hann kom, þó
mundi hann aðal atriðin. Fyrst í
stað var alt svo ólíkt og ókunnugt.
Hann skildi ekki helminginn af þvi,
sem talað var við hann; brátt lærði
hann samt sjóaratunguna, enda
lagði hann sig fram. Fiskmennirn-
ir hlógu að honum, og kölluðu hann
ýmsum nöfnum, en honum var
sama, því þeir voru góðir við hann,
hann fékk brennandi áhuga fyrir
veiðiskapnum, forvitnaðist um allar
vélarnar, og yfirleitt hafði vistin á
skipinu heilbrigð áhrif á taugar
hans og tilfinningalíf. Honum var
fyrir minni fyrsta óveðrið, óhemju
stormur, sem skall yfir að nóttu til í
svarta myrkri. Skipið veltist á
öldunum og brakaði og brast í rá og
reiða. Honum skaut skelk í bringu
við ölduganginn og hamfarir storms-
ins, og þá nótt og næsta dag varð
hann þess fyllilega var, að fiski-
mannalífið var engin barnaleikur,
og eigi heiglum hent, að etja kappi
við Winnipeg-vatn í tryltum ham.
Hræddur og einmanalegur reyndi
hann að bera sig mannalega, en
aldraður fiskimaður, sem hann hafði
hænst að, sagði við hann brosandi:
“Við höfum oft komist í hann krapp-
ari.”
Og Kelly hændist meira og meira
að þessum góðmannlega greinda
manni, þar til hann trúði honum
fyrir vandræðum sínum, sagði hon-
um, að hann hefði strokið, og þyrði
ekki að verða á vegi húsbónda síns
aftur. Líka sagði Kelly honum, að
hann ætlaði sér að drífa sig áfram
og verða að manni. Þegar fiski-
maðurinn komst að því, að Kelly
var tæplega lesandi og kunni ekki að
klóra nafnið sitt, ráðlagði hpnn
honum, að koma sér fyrir þar, sem
honum gæfist kostur á að ganga á
skóla og reyna að fá svolitla undir-
stöðu í almennum fræðum. Þessi
vinur hans skrifaði systur sinni, sem
var vel stæð bóndakona nálægt
Brandon. Að vertíðinni lokinni