Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 75
48
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þeim fangbrögðum, að honum vafð-
ist fjötur um fót — og fór eins og
flestum: hann dáði hugsjónirnar í
hæfilegri fjarlægð; því þeir, sem
reyna að klífa þau háu fjöll, farast
flestir í hömrum og hengiflugum,
en hinir, sem dá fegurð hugsjónanna
í móðu fjarlægðarinnar, þurfa ekk-
ert að óttast.
0g hugsjónir þrífast sjaldan á
sölutorginu, og í kauphöllunum hafði
hann í rauninni eytt mestum hluta
æfinnar. Þar lærðist honum að
meta gildi gullsins — ©g svo hafði
hann líka lært, að það er ekki
gjaldeyrir fyrir þau verðmæti, sem
eru gulli dýrari. Þar koma önnur
gjöld og verðmæti til greina.
Líf hans hafði orðið glæsilegra,
margþættara og víðförulla, en hann
hefði getað dreymt um á æskuárun-
um. Sjóndeildarhringur hans hafði
stækkað, veröldin var víðlend ©g
fögur og hann hungraði eftir öryggi,
hamingju og gleði. f þeirri leit
hafði hann teigað djúpt af bikar
lífsins. En oft þegar hófið stóð
sem hæst og söngvar lífsins kváðu
við raust með gleðiblæ, heyrði hann
aðrar raddir — dökka, dimma tóna,
þunga og djúpa, sem ollu honum
innri óværðar og voru hjáróma við
ytri lífsgleðina — líklega hans eigin
hjárænuháttur og erfiðu skapsmun-
ir. Þegar hann náði einhverju því
takmarki, sem hann hafði sett sér,
varð það aldrei eins fullnægjandi og
hann hafði búist við.
Hann hafði lagt fram alla krafta
sína, leikið vel og leikið djarft. —
Hann hafði snemma vanið sig á leik-
ara listina, hann gerði húsbónda
sínum það aldrei til geðs, að láta
hann sjá hvað hann var í raun og
veru hræddur við hann, — og í við-
skiftaheiminum hafði hann löngum
brugðið sér í leikaragerfið. Oft
þegar þungar öldur skullu á honum
og hann var valtur á fótunum, lék
hann stóra, sterka manninn, sem
vissi fótum sínum forráð. Og hann
slapp þegar sumum öðrum skolaði
út. Enginn nema hann sjálfur og
kannske Allan Foster vissi um hvað
sú þjálfun hafði kostað hann. —
Góðir leikarar lifa í persónum sín-
um, honum hafði orðið það sama,
hann hafði lifað sig svo inn í hlut-
verk sitt að jafnvel allir í hans eigin
heimili urðu að vera áhorfendur. —
Og svo hafði hann brugðið konunni
sinni um leikara skap, eftirhermur
og andlegt ósjálfstæði. Hann sjálf-
ur var ef til vill ein aðalástæðan fyr-
ir öllu þessu stauti, sem hún hafði
með höndum og honum leiddist að
vita um. — Kannske var það henn-
ar aðferð, til að ná einhversstaðar
kjölfestu, — en ekki það, sem tor-
tryggni hans grunaði hana um, að
peningarnir hefðu stigið henni svo
til höfuðs, að þeir hefðu gefið henni
svigrúm til að sækjast eftir imynd-
uðum virðingum og hégómaskap.
Þótt þau bæði væri vaxin upp úr
Manitoba moldinni voru þau samt
sitt af hvoru sauðahúsi ©g gátu
aldrei skilið hvort annað til fuíls.
Á yfirborðinu var hjónabandið gott
og heimilið glæsilegt, — konan hans
sá um það, — en innviðirnir voru
ótraustir. Þau voru ólík í kröfum
sínum og skapgerð.
Kelly þekti vel það skrítna sálar-
ástand, að vera í senn glaður og
ánægður eða óánægður og einmana-
legur í sínu eigin heimili. Hann
var fyrir löngu búinn að útkljá það