Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 78
SALT JARÐAJR
51
honum þótti einkennilegt, var að
hún sýndist ekki á nokkurn hátt
ætlast til þess að hann hjálpaði
henni eða annaðist um hana, sem
hann þó ætlaði sér og var Ijúft að
géra. Hann komst eftir því við
samtalið, að hana langaði að komast
aftur heim á gamla æskuheimili
sitt, þar sem systurdóttir hennar
hjó nú, en þangað vildi hún þó ekki
fara, nema hún gæti selt jörðina,
svo hún ætti eitthvað fyrir sig að
*eggja. Hana langaði að sjá aftur
hið fagra landslag eystra, hina stór-
vöxnu Ontario-skóga í haustskrúð-
inu, hana langaði að sjá þá ýmist
eldrauða eða gullslita spegla sig í
bláum vötnum, hana langaði að sjá
aftur ávaxtatrén í blóma og anda að
sér ilm þeirra. Hana langaði að
enda þar æfina, sem hún hafði slitið
barnsskónum, því hún hafði aldrei
kunnað við sig í Manitoba. Og
hann sat og hlustaði á hugsanir
þessarar gömlu konu 'Og fékk fyrir
henni djúpa virðingu. Þarna sat
hún róleg á rústum lífs síns, fá-
tek, útslitin og illa meðfarin, sak-
aðist ekki um neitt, en þráði að-
eins frið og fegurð. Þegar maður
hennar hafði lítillega borist í tal,
afsakaði hún hann ekki, en hver
setning var þó óbein afsökun. Kelly
skildi hvað hún fór, þegar hún
sagði: “Við sjáum aðra aldrei eins
°S þeir eru í raun og veru. Þá, sem
við elskum, ljómum við upp með
augum ástarinnar, á þeim, sem við
berum óvildarhug til, sjáum við að-
eins vankantana.” Hann fann þarna
konu með víðari skilningi á lífinu og
meiri skapfestu heldurj en hann
hafði haft hugmynd um, að hún
®tti yfir að búa. Hún vildi endilega
gera honum gott, og hann þáði
það, því hann vissi að þar var henn-
ar ánægja.
Á meðan hún var að hita honum
te rölti hann í kring úti við. Honum
fanst hann vera kominn aftur úr
langferð, en nú átti hann hér ekki
heima. Hann gekk í áttina til ár-
innar, bakkinn var hár og sléttur,
gömlu Alm-trén istóðu þarna enn og
teygðu greinarnar hátt í loft upp og
fram yfir ána. Rósarunnar og víði-
buskar uxu enn í brekkunni og
hvamminum við ána. Skrautlegir
söngfuglar, sumargestir, sem áttu
hreiður í trjánum, flögruðu og
sungu, drekaflugur, bý og fiðrildi
sveimuðu á milli blómanna. Alt var
eins — og þó var alt öðruvísi. Áin
leið áfram breið og vatnsmikil og
tók blámann frá loftinu; hér og þar
glitraði hún eins og gull í straum-
gárunum og hann fylgdi henni með
augunum, þar sem hún sveigði fyrir
nes og tanga unz hún hvarf inn í
skóginn. Bakkinn hinumegin var
þakinn skógi og lengra til austurs og
suðurs blámaði fyrir skógi vöxnu
landi, unz það hvarf út í sólglitið.
Hann settist í grasið og hallaði
sér upp að gildum bolnum á trénu,
sem hann hafði sofnað undir forð-
um. Hann lagði aftur augun og
hlustaði á klið söngfuglanna, og gat
enn gert það sama, sem hann hafði
leikið sér að, þegar hann var lítill
drengur, að aðgreina raddir þeirra
og fylgja hverri fyrir sig. Hann
hlustaði líka eftir vindhljóðinu í
trjánum, það var sami söngurinn.
Þytur stormsins hafði kveðið yfir
landinu sama lagið öldum saman, og
honum fanst að hann heyra niðinn
af ölduhljóði tímans. — Hann hafði