Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Page 80

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Page 80
Eftir prófessor Richard Beck Það tekur trygðirmi í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt. öm Amarson I. Góðu heilli renna nú margar stoð- ir undir “brúna yfir hafið”, eir tengja skal íslendinga beggja meg- in Atlantsála sem traustustum böndum iog varanlegustum. Mikil- vægur þáttur og lífrænn í þeirri “brúarbyggingu” eru hinar gagn- kvæmu kveðjur í ljóðum og lausu ^áli, sem nú gerast tíðförlari þeirra ^nilli en nokkru sinni áður; þær plægja jarðveginn og greiða með Þeim hætti veg framkvæmdum, sem báðurn aðilum mega að gagni koma, til eflingar samstarfi þeirra og menningarlegum viðskiftum. Á þessu ári hiafa oss borist hingað vestur óvenjulega margar ljóðkveðj- ur ng hlýjar heiman um haf. Nefni eff har fyrst til kvæði Jóns skálds Magnússonar “Vestur um haf” (Lesbók Morgunblaðsins, gamlárs- öags 1938), isem hefst með þessum erindum, er túlka prýðilega það við- borf til íslendinga í landi hér, sem nú vex óðum fylgi austan hafsins, ber bylgjufald þeirrar þjóðrækn- islegu vakningar hátt við himin yfir binn breiða sæ: Vér teng-jum yfir hafið bræðraböndin búum, sama þjóð, í álfum tveim. 1 austri og vestri æfintýralöndin að einum brunni draga þrána heim. ss flestum þykir mildust móðurhöndin. v«r minning lokkar yfir höf og geim. ir vrngu, burt sem amarvænginn þreyta, öðru dægri heim í fjarskann leita. Oss hafa þannig örlög örmum vafið, að aðeins fáir hlutu glaðan byr. En margan ljóma lagði yfir hafið og lýsti þeim, er varð að sitja kyr. Hið litla fræ í jörðu gleymt og grafið það grær og blómgast, síðar eða fyr. Nú hillir undir bylgjur blárra skóga. t báðum löndum sömu vonir gróa. En Jón skáld hafði áður sýnt hlý- hug sinn til vor í kvæðinu “Kveðja til Vestur-íslendinga 1930”; einnig kemur sú samhygð fram í hinum tilþrifamikla og fagra kvæðaflokki hans Björn á Reyðarfelli (1938) J) Ekki eru hlýindin minni í vorn garð í kvæði Steingríms Arasonar kennara, “Vestmanna minni” (Lesb. Morgunbl. 9. júlí 1939), er lesið var upp á fyrsta Vestmannadegi að Þingvöllum 2. júlí s. 1. En Stein- grímur hafði verið einn af hvata- mönnum þess, að dagurinn var hald- inn.1 2) Úr þessu ljóðræna og létt- stíga kvæði, isem er í rauninni “Ávarp Fjallkonunnar” í stuðluðu máli, tek eg upp eftirfylgjandi erindi: 1) Smbr. grein mína "Svipmikil hetju- saga”, Heimskringlu, 22. febr. 1939. Einn- ig í Skinfaxa, nóv. 1939, bls. 121—127. 2) Smbr. grein hans “Vestmannadag- ur — helgaður Islendingum vestan hafs”, Morgunblaðið, 10. maí 1939. Segir hann í greinarlok: "Eg vil að endingu taka það fram, að eg er ekki upphafsmaður að þessari hugmynd. Jónas Jónsson, Valtýr Stefánsson og fleiri hafa hreyft henni á fundum Vestur-Islendinga og hafa allir tekið henni vel.”
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.