Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 82
ÖRN ARNARSON SKÁLD
55
Vestmannadegi á íslandi; og það
®tla eg, að margir íslendingar hérna
megin hafsins verði á einu máli með
Sigfúsi Haldórs frá Höfnum um
hað, að þeim hafi í hlut fallið mikil
gerisemi þar sem kvæðaflokkur þessi
er. (Smbr. “Fylgimál” hans með
kvæðunum, en þar er greint frá til-
erðningu þeirra.).
Skáldið snýr í kvæðisbyrjun hug-
anum að íslenzkum vesturförum og
bregður upp þessari eftirminnilegu
mynd af æfintýraþránni; en í ís-
lenzku eðli og norrænu er sú þrá
löngum samanofin heimþránni, og
geta menn stungið hendi , í eigin
barm því máli til sönnunar:
I torfbœjum öreiga æska
spann óskanna gullna þráð
og orti sér æfintýri,
sem aldrei var sagt né skráð.
I bjarma frá blaktandi týru
sást blómskrúðug framtíðarströnd.
Með hendur á hlunni og orfi
vann hugurinn ríki og lönd.
Með bréfunum bárust fregnir
um beitilönd víð og frjó,
um sumar, er sveik ei í trygðum,
um sáðlönd og hávaxinn skóg.
En klökkvi var stundum í kveðjum.
Hver kannast ei við þann hreim.
Sárt var að sitja heima,
en sárara að komast ei heim.
Það er þessi tvískifting eðlisins,
sem gerir sigursögu hvers heiman-
flutts fslendings — er verður eigi
rótleysi og andvaraleysi að bráð —
harmsögu að öðrum þræði: “Sárt
Var að sitja heima, en sárara að
komast ei heim.”
Fagurlega og spaklega lýsir Örn
íslenzkri landsýn eins og hún blasir
við sjónum hvers þess, sem vitjar
þar ættlanids isíns “með fforvitni
ferðalangsins og feginleik útlag-
ans”. Mun enginn, sem þekkir ís-
land af sjón og reynd, telja þessar
Ijóðlínur öfgar eða skáldskaparóra:
En sjá muntu torgleymdar sýnir
er sól yfir héruð skín;
og engan, sem fegurð unni,
sveik íslenzk fjallasýn.
Hreinskilniislega og skarplega lýs-
ir skáldið andstæðunum í íslenzku
þjóðlífi og missir ekki marksins,
þegar hann grefst eftir því, á hverra
herðum framtíðarheill þjóðarinnar
hvíli:
1 svip þeirra, seintekna bóndans,
hins sagnfáa verkamanns
og sjómannsins svarakalda,
býr saga og framtíð vors lands.
Sá þöguli fjöldi er þjóðin—
þungstreym og vatnsmegn á;
þótt hátt beri jakahrönglið
hún hryður því út á sjá.
Þvínæst leiðir hann heimsækj-
andann inn í töfrahöll íslenzkrar há-
sumardýrðar, og þá fer manni að
skiljast hvensvegna annað ágætis-
skáld vort nú á tímum (Davíð Stef-
ánsson) kallaði fsland eitt sinn “lit-
anna land” í snjallri ræðu fyrir
minni þess:
Nú skulum við líta á landið
í ljósflóði sólstöðudags.
Hver æskir sér fegurri fjarða
og friðara byggðarlags?
Er hvolfþak á snæfjallaháborg
ei hrukku og tolettalaust?
I blámóðu blágrýtishöllin
rís bursthá og veggjatraust.
Það hillir upp útnes og eyjar
sem æskunnar vonadraum;