Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 94
LEYNDIR STRAUMAR
67
samtal við hann, sagði hún að kvöld-
verðar yrði ekki langt að bíða, lét
hún einnig í Ijósi undrun sína hve
stórt að dagsverk hans hefði verið
— að ganga þessa löngu leið, á em-
um degi.
Seinna um kvöldið fékk Garðar
góðan kvöldverð og vel framreiddan,
borðaði hann með pilti einum er þar
var þá staddur við nám. Litlu síðar
var honum vísað til svefns í litlu
loftherbergi, var hann því feginn að
hann mátti vera þar einn. Um dá-
htla stund stóð hann við herbergis-
gluggan og horfði út í svala haust-
nóttina: stjörnur tindruðu bjartar
á dimmum næturhimni, að eyrum
barst góðlátlegt brimhljóð utan frá
sjávarströndinni. Inn í undirvitund
sextán ára piltsins stalst sú vissa
að draumlíf æsku hans væri á enda,
en að raunveruleiki lífsbaráttunnar
væri nú fyrir höndum. Út frá þeirri
hugsun sofnaði hann vonum bráð-
ara.
Næsta morgun vaknaði hann viö
hað að élja-hríð glumdi á herbergis-
glugganum, því útsynnings-hríð var
skollin á, stinningsvindur stóð beint
á gluggann. Breytingin sem á veðr-
mu hafði orðið verkaði einkennilega
á huga Garðars — dulrænt hugboð
um það að úrslit erindis hans myndi
á annan veg en hann þráði. En það
var eins og ró vonbrigðanna gagn-
tæki hugann, nýr og karlmannlegur
styrkur, sem óhikandi horfðist í
augu við virkilegleikann, hversu sár
sem hann er, og neitar að byggja
horgir á sandi. Hann klæddi sig nú,
eu gekk því næst út til að gá til
veðurs nánar. Veðrið var hryss-
ingslegt og hressandi. Auðséð var
að snjóa myndi, — og úti var tals-
vert frost, þó enn væri snemma
haustsins. Stuttu síðar var honum
boðið að borða, en þá kallaði pró-
fastur hann inn á skrifstofu sína.
Prófastur sat við skrifborð sitt, en
vísaði Garðari til sætis á stól móti
borðinu; hin hvössu augu klerksins
virtust nú en grárri en kvöldinu
áður, hryssingslegt vald virtist í
þeim fólgið, — eitthvað í ætt við
útsynninginn úti fyrir. Séra Pétur
hóf samtalið. — Hann útskýrði það
fyrst fyrir Garðari, að ástæðan fyr-
ir því að hann hefði ekki svarað
bréfi föður hans hefði verið sú, að
ókleift væri að gefa bréflegar skýr-
ingar á sumum viðfangsefnum, en
hægara væri að tala um þau per-
sónulega, og tilefni bréfsins hefði
einmitt verið þess eðlis. Hann sagð-
ist telja það með öllu ofurefli fátæk-
um pilti, þó góður námsmaður kynni
að vera, og fús til að vinna, að hef ja
skólanám nú á dögum án vissu um
fjárhagslega hjálp. Þá hjálp sagð-
ist hann ekki geta gefið neinar von-
ir um, enda þótt hann gjarnan vildi,
en engin skylda hvíldi heldur á sér í
þá átt. Að þessu sögðu breytti séra
Pétur rómi sínum, varð föðurlegri
og mildari, er hann nú tók til máls
á ný. Hann sagðist sjá að Garðar
væri duglegur og vel fær til allrar
vinnu og henni vanur. — Því ekki
að hætta við þessa námshugmynd,
sem tengd væri við þetta svokallaða
latínuskólanám, úr því að það væri
óhugsanlegt. Væri nú ekki vitur-
legra fyrir duglegan pilt að gefa sig
við sjómensku á þilskipum, það yrði
nú um hríð bezti vegur ungum
mönnum til framsóknar og efnalegs
sjálfstæðis. Eftir stuttan tíma
myndi togara útgerð taka við af