Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 95

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 95
68 TfMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA fiski-“kútter”-unum, þar lægi glæsi- legur vegur opinn ungum mönnum, er léti vel að stunda sjómensku. Hann hvatti Garðar eindregið til að reyna þetta, er myndi reynast hon- um gæfuvegur, lét og í ljósi að “ýms- ir í ættinni” hefðu verið liðtækir sjó- menn, og það gæti hann trúað að Garðar einnig yrði. “Svo mörg voru þau orð”, af hálfu hins mælska prests, er var héraðs- kunnur fyrir það hve vel að honum oft tókst upp á stólnum. Garðar sat hnugginn út í horni sínu, honum fanst í bili að hann væri draugur, sem presturinn væri að kveða niður í gólfið, með mælsku sinni og snilli- ráðum. Þegar að Garðar gat komið fyrir sig orði, sagði hann að löngun til náms og fræðslu hefði pínt sig og kvalið síðan að hann fyrst myndi eftir sér. Að því er snerti hjálpar- beiðni föðurs síns, hefði hann aðeins beðið séra Pétur að veita sér tilsögn undir skóla þennan vetur, sem í hönd fór, í von um að úr kynni að rætast. Sagðist hann fús ef þetta gæti orðið, að vinna hjá prófastin- um næsta sumar, og þannig borga honum kensluna. Klerkur taldi eng- an veg til þess, en eggjaði hann til sjómensku eins og fyr. Þá stóð Garðar á fætur og þakkaði presti næturgreiðann og bjóst til ferðar. En rétt í því kom frúin inn í stof- una, ljúf og brosandi, með heitt og gott kaffi, til þess, eins og hún komst að orði, að hressa “langferða- manninn”, áður en hann legði á stað. Fanst Garðari að hún með hlýrri framkomu sinni vildi reyna að taka sviðann úr vonbrigðunum, er hún mun hafa séð á svip Garðars. Ljúft viðmót hennar og hlýtt handtak lifði Garðari lengi í minni. Svo kvaddi Garðar prófastinn, er lét ráðsmann sinn ferja hann yfir ána, beint á móti staðnum, og spar- aði honum með því margra klukku- tíma göngu. Kvaddi Garðar svo ráðsmanninn hinu megin árinnar. Aðeins einu sinni leit hann um öxl að Ölvisstað, er þá var inniluktur í útsynningséli, er Garðari fanst að bæri sama litblæ, eins og augun í prófastinum. í öndverðum febrúarmánuði um veturinn lagði Garðar af stað áleiðis til Reykjavíkur, var hann þá ráð- inn á þilskip með samþykki for- eldra sinna, átti skipið að leggja út til fiskjar í marzbyrjun. Lentu þeir í ofviðrum, eins og oft á sér stað um það leyti árs; lítið tækifæri höfðu þeir félagar að leita fiskjar. Eftir 3 vikur var Garðar fluttur í land í Þorlákshöfn, hafði hann verið veikur allan þann tíma sem hann var um borð, fyrst af sjósótt, er mjög svo kvaldi hann en síðar af hitaveiki og máttleysi, nærðist lítið, enda vanræktur og vinafár, lítil tök voru til þess um borð á fiskiskútu á þeim tímum að hjúkra veikum, því um alt annað var þar að hugsa, lífið var hörð barátta, og engin undanþága frá hörðum skyldum, og ekkert pláss fyrir veikan og huglítinn dreng. Hann gat með naumindum gengið upp frá lendingunni upp að bænum í Þorlákshöfn, svo máttlaus var hann. Sama dag kvaldi hann sig til að vinna við beitningu fiskilóða og vann að því fram að sumarmálum. Oft var hann lasinn fram eftir sumrinu, en heilsa hans fór óðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.