Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 96
LEYNDIR STRAUMAR
69
batnandi með vaxandi vori. En
vonbrigðin yfir því hvernig að sjó-
ferðin hafði farið, ógæfan er virtist
fyigja því að fara að ráðum séra
Péturs, gat honum ekki úr minni
liðið; en sárast kendi hann til þess,
að mistökin er orðið hefðu, fjar-
lægðu hann því takmarki er honum
var hjartfólgnast, sem sé það, að
reyna að komast áfram til menta. —
En sumarið, fegurð þess og störf
hrestu og heilluðu hann, nú gekk
hann að venjulegum vinnumanna-
störfum með föður sínum, og var
ærið mikið og margt að starfa á
umfangsmiklu heimili, er þó var vel
sjálfbjarga. Um vetrarvertíðina
réri Garðar í Þorlákshöfn og sigraði
nú sjósóttina. Nokkurnveginn var
það fástráðið, er hann fór í verið,
að hann kæmi ekki heim næsta vor,
en gerði á ný tilraun til að afla sér
fjár að sumrinu, til náms á næsta
vetri. Um margt var þó ekki að
velja á þeim árum er gæfi dálitla
peninga í aðra hönd. Utan sjó-
mensku á þilskipi, sem arðvænlegri
var flestu öðru, ef vel gekk, var
það helzt vegagerðarvinna, sjó-
menska á opnum bátum á Aust-
f jörðum, eða vinna á hvalveiðastöðv-
llnum á Sólbakka við önundarfjörð.
öangað ásetti hann sér að fara, og
fól kunningja sínum í Reykjavík að
sækja þar um vinnu fyrir sumarið.
En þegar Garðar kom til Reykja-
víkur í lok vetrarvertíðar, hafði sá
ei' hann treysti brugðist, og var nú
fullráðið á stöðina; breyting hafði
°i'ðið á með skipaferðir til Aust-
fjarða, tækifæri til vegagerðarvinnu
engin, og þessvegna ekki önnur úr-
i'æði, en þau að fara heim log hætta
óllum tilraunum, eða þá að reyna
þilskipa sjómensku á ný. Tók hann
því eftir dálitla umhugsun þann
kostinn, og freista þess. — Réðist
hann með sama skipstjóra sem fyr,
og kyntist þar á ný mörgum hinum
sömu mönnum, er voru á skipinu
fyrir ári síðan. Honum féll vel vist-
in á skipinu og samvinna með fjör-
ugum og glöðum félögum, undir
stjórn skipstjóra, er bæði var tal-
inn fiskisæll og góður sjómaður og
hið mesta prúðmenni. Hann náði
fljótt tökum á allri venjulegri vinnu
um borð, og lagði sig fram af fús-
um vilja í hverju verki; en brátt
kom það í Ijós að honum gekk illa
að “krækja í þann gula”. M. ö. o.:
“hann var ekki fiskinn”, eins og þá
var að orði komist á sjómannamáii,
— og þessvegna lítið upp úr dvöl-
inni að hafa, því flestir voru ráðnir
upp á afla-hlut í kaup.
Mörgum góðum dreng kyntist
hann þetta sumar, og margar á-
nægjustundir áttu þeir félagar, þótt
fábreytt væri fæði og aðbúð annað
en góð.
Mentandi gat þó sjómannalíf um
borð í fiskiskipi ekki talist, alt sum-
arið út gafst ekkert tækifæri til að
sjá neina bók eða jafnvel að lesa
fréttablöð. Skipið aflaði vel, en
arðurinn af vinnu Garðars var lít-
ill, og örðugt að koma aflanum í pen-
inga. Dálítið af saltfiski og vör-
um gat hann sent foreldrum sínum,
en engin tök voru á neinu námi,
jafnvel ekki við Flensborgarskólann,
sem þó gat ekki talist kostnaðar-
samt. Það varð að ráði að Garðar
yrði á skipinu um veturinn, því
mikla viðgerð þurfti að gera á þvi,
þar sem það lá á Eiðsvík, við Gufu-
nes. Vann hann þar til jóla, sem