Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 97
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
vikadrengur, smiðunum til aðstoðar
ásamt öðrum manni. Um jólin fór
hann heim til foreldra sinna, en um
miðjan janúar mánuð fóru þeir fé-
lagar aftur um borð í “kútterinn”,
'Og með marz-byrjun var lagt út á
fiskimið.
Vetrardvölin um borð í þilskipinu
í grend við Gufunes var að mörgu
leyti ólík öllum öðrum æfistundum
er Garðar hafði lifað. Vinnutími
stuttur, kvöldin löng, líðan þolanleg
þó stundum væri kalt. Smiðirnir
hinir beztu félagar, einn þeirra
sveitungi Garðars og fjarskyldur
frændi, hafði að afloknu trésmíða-
námi hérlendis og í Kaupmanna-
höfn, farið í siglingar og siglt víða
um heim, kunni hann frá mörgu að
segja. Einn smiðanna var Njrð-
maður, er lengi hafði dvalið á is-
landi, en hafði áður verið næsta
mjög víðförull. Af þessum tveimur
mönnum fræddist hann um margt.
Garðar las einnig allmikið um
veturinn á hinum löngu vetrar-
kvöldum þegar að félagar hans satu
að spilum og nutu sín við þau, eftir
kalt og ömurlegt dagsverk sitt.
Auk þess sem hann las ýmsar bæk-
ur á dönsku, með aðstoð orðabóka
las hann einnig ensku og fékk enda
nokkra tíma kenslu í henni á laug-
ardögum, er þeir félagar komu
stundum til Reykjavíkur. Um sum-
ar helgar var hann einn í skipinu, og
var það heldur dauflegt líf, en næöi
til lesturs og tími til alvarlegra um-
hugsana vær honum óþrotleg á-
nægja. Nú fanst honum ekki lengur
tiltök til þess að hugsa um nám, sízt
af öllu á mentaskólanum. Helzt
langaði hann að mentaskólanum
frágengnum að ganga á Flensborg-
arskólann og þá einkum í kennara-
deildina, en jafnvel þessar leiðir
virtust í bili lokaðar. Hann horíð-
ist enn fremur í augu við þá stað-
reynd, að þar sem hann var svo
óheppinn við fiskidrátt gæti hann
ekki haldið áfram að vera til lengd-
ar á fiskiskipi. Um stýrixnanna-
skólann var honum ekki hugað,
einkum á þeim krossgötum þar sem
hann nú stóð.
Innlend útgerð botnvörpuskipa var
enn ekki hafin, en um sjómensku á
enskum eða erlendum togurum vildi
hann ekki hugsa, þar var talið afar
draslsamt, og nokkrir íslenzkír menn
unnu á þeim út úr ýmsum vandræð-
um, og margir þeirra er þar unnu,
höfðu komist í ógöngur og vand-
ræði, auk þess hafði hann lofað móð-
ur sinni því að ráðast ekki á erlend
botnvörpuskip.
Stundum rifjaði Garðar upp fvrir
sér ferð sína og erindi til séra Pét-
urs frænda síns og erindislok þau er
orðið höfðu. Nú skildist honum það,
að ekkert vit hefði verið í því að leita
ásjár hans, heldur fákænska ein og
barnaskapur, og eins hitt, að láta
það að nokkru á sig fá; — eða þá
mistökin er orðið höfðu á, með sjó-
mensku tilraunir hans. — þetta gat
verið ódugnaði hans að kenna, eða
þá að það var bending til hans, að
gera aðrar tilraunir, og stefna þeim
í aðra átt. Þó duldist honum ekki
að þetta hafði haft nokkur áhrif á
eigið viðhorf hans og útsýni, og bágt
átti hann með að sætta sig við það
sem var.
Hann fann það nú að þrátt fyrir
innri þrá, er í brjósti bjó, var hann
nú loksins farinn að sætta sig við
það, að af mentun eða öllu heldur af