Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Blaðsíða 104
ALÞÝÐUSKÁLDIÐ VALDIMAR PÁLSSON
77
I lEkamanum liggnr sál,
líkt og svín í poka.
eða Dramb
Manneskjan er drambsamt dýr
og drottnar yfir landsins haga.
Hún er alveg eins og kýr,
alt, sem grænt er, vill hún naga.
Einhver fallegasta samlíkingin er
um snjóinn:
Liggur nú yfir landi
litprúður snjóadúkur,
hreinn eins og heilagur andi,
hörundsbjartur og mjúkur.
Mér finst þessi vísa eiga bezt við
jólasnjóinn með sínum milda helgi-
blæ á hljóðri jörð.
Til dæmis um smellnar hugmynd-
ir eru vísur af ýmsu tagi:
Uppgötvun
Gyðingurinn gaf mér brugg,
götuhomið fór á mgg.
I fyrsta skifti fyrir vist
fann eg þá, að jörðin snýst.
Sannleikur og lýgi
Lýgin flaug um lönd og sjó
langt í burtu héðan.
Sannleikurinn sina skó
sat og batt á meðan.
Kirkjan í grend við f jósið
Mikið er, hvað mállaus dýr
meta trúarljósið.
Lað hljóta að vera kristnar kýr
með kirkjuna bak við fjósið.
Vinnuhjú
Vinnhjúin verkasmá
værðar fá að njóta.
Sannleikanum sefur hjá
samvizkan — til fóta.
Innheimtumenn
Skuldakröfu skjáhrafnar
skeyta saman inótumar
með tönnunum.
En rentu rentu reikningar
reka burtu sálimar
úr mönnunum.
Bilun
Af mér reytist ró og spekt,
ræflar andans trosna.
Holdið er í taumi tregt,
trúarskrúfur losna.
Ellistyrkur
Nú er eg kominn, eftir marga raun
með ótal kaun,
yfir lifsins Ódáðahraun
á eftirlaun.
Til ráðsvinns
Þú hefir marga hildi háð
heims á rauna sviði.
Við öllu kunnir ótal ráð,
en — ekkert varð að liði.
Jöfnuður
Við skulum gera lífið létt.
Landið má til að verða slétt.
Skeytum ekkert um álfana og tröllin.
“Upp með dalina, niður með fjöllin.”
Virðing Vestur-íslendinga (er kon-
ungurinn bað Bennett forsætis-
ráðheiTa fyrir kveðju til þeirra).
Vesturheims löndum, vist er það
virðingarljósin skína.
Kóngurinn danski Bennett bað
að bera þeim kveðju sína.
Eins og eðlilegt er um íslenzkan
bónda hafa árstíðirnar oft knúið
Valdimar ti] að túlka tilfinningar
sínar með vei gerðri vísu. Og eins
og jafnan vill verða, er það vorið,