Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 107
80
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mikið af ísl. alþýðukveðskap var og
er hnoð, klambrað saman án þess
að niokkuð leiftur hafi ljómað upp
hugann. En æfingin í því að fara
með ljóðformin gaf þó skáldunum
þá leikni, að vísan gat legið á vörum
þeirra fyrirhafnarlítið, um leið og
smellin hugsun knúði á innan frá.
Og alþýðan var hæfari til þess að
nema vísur, muna þær og iskilja
þær. Með þessu móti urðu lausa-
vísurnar ein af merkustu bókmenta-
greinum þjóðarinnar. Lausavísurn-
ar eru knettir, sem menn hafa leikið
að á leikvangi tungunnar. Þær
fjúka um, eins og fræ í vindi. En
upp af sumum þeim fræum kann
eitthvað gott að spretta, ef þeim er
haldið til haga. Alþýðuskáldin
munu halda áfram að leggja sinn
skerf til listrænnar auðlegðar þjóð-
arinnar, — einnig þau, sem átt hafa
heima á vestur-vegum. Hér mun
þeim þó fara fækkandi. Er því ekki
úr vegi að gefa þeim gaum, sem enn
yrkja eða ort hafa til skamms tíma.
Meðal þeirra var Valdimar Pálsson.
Og þegar alt kom til alls, var kveð-
skapurinn í vissum skilningi tilraun
til að varðveita sambandið við land
skáldskaparins í austrinu. Þangað
stefndi hugurinn einatt, og leitaði
sér svölunar í stuðlum málsins, er
stuðlar fjallanna voru löngu úr aug-
sýn. Því orti Valdimar Pálsson:
Vestur stranda vörum frá
vil eg foandið slíta.
Þráir andinn enn að sjá
ættarlandið hvíta.
Á síðastliðnu sumri, eftir að rit-
stjóri Tímaritsins, Dr. Rögnvaldur
Pétursson, hafði gengið undir upp-
skurð við vanheilindum sínum, fór
hann þess á leit við mig, að eg tæki
ritið algerlega af höndum sér, og
sagðist hann skyldi tilkynna öðrum
nefndarmönnum það. Eg færðist
undan því, fyrir þá ástæðu, að hann
hefði verið ráðinn ritstjóri, og enn
væri eigi ósýnt um heilsubót. En
jafnframt bauð eg honum aðstoð við
prófarkalestur. Þegar svo af hon-
um bráði um tíma, fór hann til verks
og viðaði að sér, í öllum aðalatrið-
unum, efni því, sem nú birtist í rit-
inu. Var það alt ýmist komið í
prentsmiðjuna, eða á leiðinni, þegar
heilsan snarversnaði, iog andlát hans
bar að. Alt, sem eg hefi því gert,
er að lesa prófarkir og líta eftir frá-
gangi ritsins.
Gísli Jónsson