Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 109
82
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Næst las forseti nokkur hraðskeyti er
þinginu hafði horist víðsvegar að. Hið
fyrsta frá biskupi Islands, Sigurgeiri Sig-
urðssyni:
Reykjavík, 20. febr. 1939
Icel. National League,
45 Home St., Winnipeg.
Kirkja Islands sendir Þjóðræknisfélag-
inu innilegar afmælisóskir og biður guð að
blessa alt starf fyrir íslenzka kristni og
íslenzkt þjóðerni í Vesturheimi.
Sigurgeir Sigurðsson, biskup.
Annað skeytið var frá formönnum allra
stjómmálaflokka Islands:
Reykjavík, 20. febr. 1939
Icel. National League,
45 Home <St., Winnipeg.
Vegna íslenzku stjómmálaflokkanna
sendum við félaginu einlægar þakkir fyr-
ir ómetanlegt starf fyrir Island og ís-
lenzkt þjóðemi í Vesturheimi. Væntum
að með hverju ári tengist fleiri vináttu-
og menningarbönd yfir hafið milli þjóðar-
brotanna, sem mynda hið andlega veldi
Islendinga.
Jónas Jónsson, ólafur Thors,
Stefán Jóhann Stefánsson
Þriðja skeytið var frá Landsbanka Is-
lands:
Reykjavík, 21—2—39
National League,
45 Home St., Winnipeg.
Til hamingju með starfið, og óskir um
vöxt og viðgang.
Landsbanki.
Fjórða skeytið var frá Útvarpsstjóru
Islands:
Reykjavík, 21—2—1939
Dr. Rögnvaldur Pétursson,
45 Home St., Winnipeg.
óskum álits ykkar hvort beinsent stutt-
bylgjuútvarp (frá) Reykjavik muni heyr-
ast (í) sambandi (við) Þjóðræknisþingið.
Alúðar kveðjur.
Útvarpsstjóri.
Þá las forseti bréf frá Vilhjálmi Þór
framkvæmdarstjóra Islandsdeildarinnar
við heimssýninguna í New York. Bréfið er
á þessa leið:
IOELANDIC COMMISSION
To the New York World’s Fair 1939
16. febrúar 1939
Dr. Rögnvaldur Pétursson,
45 Home St., Winnipeg.
Kæri vinur,
Mér barst í gærkvöld símskeyti frá
Ríkisstjóm Islands þess efnis, að hún bæði
mig að mæta sem fulltrúa sinn á Þjóð-
ræknisþinginu, sem hefjast á í Winnipeg
21. þ. m. og flytja þar kveðjur og heilla-
óskir að heiman.
Þú getur nærri, hversu mikil gleði mér
mundi að mæta á þinginu . Hefði eg að-
eins vitað nokkru fyr, að þessa mundi
vænst af mér, hefði eg getað hagað störf-
um hér þaunig að eg hefði e. t. v. komist.
En nú með aðeins örfáa daga til stefnu,
kemst eg ekki héðan, hversu leitt sem
mér þykir það. Eins og eg skrifaði þér
um daginn er það ætlun mín að heim-
sækja ykkur í sumar, allra helst um mán-
aðamótin júlí-ágúst, og vonandi kemur
ekkert fyrir, sem hindrar þá ráðagerð.
Eg bið þig að bera kveðju mína til allra
góðra íslendinga, sem þingið sækja, með
þakklæti mínu fyrir velvildarhug þeirra
til Islandssýningarinnar, með stuðningn-
um við Leifsmálið og öðru.
Með kærustu kveðjum,
þinn einl.
Vilhjálmur Þór.
Las forseti að lokum kveðju frá stjóm-
amefnd The Young Icelanders.
St. 8 Pandora Apts.,
Winnipeg, Man., Feb. 20, 1939
The President,
Icelandic National League,
Winnipeg, Man.
Dear Sir:
I have been authorized by the Young
Icelanders to convey to the Icelandic
National League in Convention our hearti-
est congratulations on this your twentieth
anniversary.