Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 125
98
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Fjármál. Tillaga Melsteds og Bíldfells,
að skipa 3ja manna nefnd, samþykt, og
í þá nefnd skipaðir Ásm. P. Jóhannsson,
J. J. Bíldfell og Sigurður Jónsson, Wyn-
yard.
Samvinnuniál, sýningin í New York og
fleira. Tillaga Dr. Beck og Bíldfells, að
5 manna nefnd, auk forseta félagsins sé
skipuð til að íhuga þetta mál, samþykt,
og í nefndina skipaðir séra Jakob Jóns-
son, séra Egill Fáfnis, Ásm. P. Jóhanns-
son, Árni Eggertsson og J. J. Bíldfell.
tj'tgáfumál — Tímaritið, Barnablaðið,
o. s. frv. Tillaga J. J. Bíldfell og J. Hún-
fjörð, að skipuð sé 3ja manna nefnd, sam-
þykt, og í nefndina settir Bergþór E.
Johnson, S. W. Melsted og séra Sig.
ölafsson.
trtbreiðslumál. Tillaga Dr. Becks og
J. J. Bíldfells, að skipuð sé 9 manna
nefnd, samþykt, og voru þessir nefndir:
Ásm. P. Jóhannsson, séra Guðm. Árna-
son, Dr. R. Beck, Rósm. Árnason, B. Dal-
man, Jón Húnfjörð, Ámi Helgason, Elías
Elíasson, Mrs. Guðr. Friðriksson.
Tillaga J. J. Bíldfell, að þessari nefnd
sé heimilað að bæta við sig þeim full-
trúum úr öðrum bygðarlögum, sem þeir
álíti heppilegt, — samþykt.
Bókasafnið. Forseti skýrði frá því í
inngangi máls, að Lestrarfélag Gimli-
búa hefði gent með sér þá grundvallar-
lagabreytingu, að ef það legðist niður,
og færri væri en sjö meðlimir eftir, að
þá félli allar eignir félagsins til Þjóð-
ræknisfélagsins. Jón J. Bfldfell mintist
hinnar rausnarlegu bókagjafar G. Good-
man í Wynyard, sem nú er nýlega látinn.
Gerði hann þá tillögu, að tveir menn séu
valdir til að semja hluttekningar og þakk-
arávarp til erfingja hins látna. Till. studd
af Sigv. Nordal og samþykt.
Sigvaldi Nordal stakk upp á J. J. Bild-
fell og séra Jakob Jónssyni til þessa
starfs, séra Guðm. Ámason studdi, og var
það samþykt.
Séra Guðm. Árnason og J. Húnfjörð
lögðu til að 3ja manna nefnd sé skipuð
til að ihuga bókasafnsmálið. Var það
samþykt og Soph. Thorkelsson, Friðrik
Swanson og Mrs. B. E. Johnson skipuð.
Iþróttainál. Forseti skýrði frá, að á
síðasta þingi hefði verið samþykt, að
“The Young Icelanders” tækju algerlega
að sér íþróttamálið.
Tillaga séra Guðm. Ámasonar og séra
Sig. ó lafssonar, að þessi liður sé feldur
úr dagsskrá, samþykt.
Minjasafnið. Séra Guðm. Ámason gerði
þá tillögu, að skipuð sé 3ja manna nefnd,
er semji skýrslu yfir safnið, og leggi
fram tillögur um það. Stutt af ritara og
samþykt. Þessir skipaðir: B. E. Johnson,
S. W. Melsted og Davíð Björnsson.
Tillaga Árna Eggertsson og Sig. Vil-
hjálmssonar að fundi sé frestað til kl.
9.30 að morgni samiþykt í einu hljóði.
Að kvöldinu fór fram skemtisamkoma
í efri sal G. T. hússins undir forystu
“The Young Icelanders” deildarixmar.
Var þar meðal annars til skemtana: —
Thelma Guttormsson með piano-sóló,
Ámi Eggertsson, K.C., með ræðu, Fjeld-
steds Bræður frá Árborg með tvísöngva,
Bfllian Baldwin með einsöng, og síðast
en ekki sízt hinar ágætu hreyfimyndir
frá Islandi, er herra Ámi Helgason í
Chicago hafði tekið á ferðum sinum um
Island og sýndi nú í fyrsta sinni. Lét
hann fylgja myndinni langan formála og
ágætar skýringar. Dr. Lárus Sigurðsson
stýrði samkomunni, og fór hún hið bezta
fram. Skemtu menn sér ágætlega, og
var troðfullur salur.
ÞRIÐJI ÞINGFUNDUR
var að nýju settur kl. 10 að morgni hins
22. febrúar.
Forseti las skeyti frá Islandi, undirrit-
að “Vökumenn Islands”. Og annað frá
félagi Vestur-Islendinga í Reykjavík.
Reykjavík, 21—2—39
Icel. National League,
45 Home St., Winnipeg, Man.
Hugheilar hamingju og framtíðaróskir.