Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 138
TUTTUGASTA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
111
Ásm. P. Jóhannsson las þá upp
Alit fjármálanefndar
Pjármálanefndin leggur til að f járhags-
skýrslur embættismanna Þjóðræknisfé-
lagsins séu viðteknar og samþyktar eins
og þær liggja fyrir i hinu prentaða formi.
A. P. Jóhannsson
J. J. BíldfeU
Sigurður Johnson
Tillaga Hósm. Árnasonar og A. P. Jó-
hannssonar að fjárhagsskýrslumar séu
samþyktar, samkvæmt tillögum nefndar-
innar, samþykt.
Ari Magnússo.n gerði athugasemdir við
hið háa virðingarverð á gömlum ritum
félagsins. Gerði hann tillögu þess efnis,
að gamall bókaforði félagsins sé fram-
vegis virtur á aðeins eins dollars nafn-
verð. Tillöguna studdi A. Eggertsson
yngri og urðu um hana allmiklar umræð-
ur. Tillagan var síðan borin undir at-
kvæði og feld.
Ásm. P. Jóhannsson las þá skýrslu frá
Kjörbréfanefnd
Kjörbréfanefndin bendir á, að allir
skuldlausir meðlimir deildarimnar “Frón”
kafi full þingréttindi, og einnig skuld-
lausir meðlimir aðalfélagsins. Fultrúar
uieð formleg umboð eru staddir á þing-
inu frá þessum deildum:
1. Deildin “Iðunn”, Leslie. Rósmund-
ur Árnason — 17 atkvæði.
2. Deildin “Brúin”, Selkirk (45 atkv.)
Bjami Dalman, 20 atkvæði; Sigvaldi Nor-
dal, 15 atkvæði.
3. Deildin “Island”, Brown. Jón Hún-
fjörð, 10 atkvæði.
4. Deildin “Fjallkonan” Wynyard. Sig-
urður Johnson, 19. atkvæði.
5. Deildin “Báran” Mountain, N. D.
Þr. Richard Beck, 4 atkv.
6. Sambandsfélagið* ‘Vísir” Chicago.
Arni Helgason, 7 atkvæði.
.7 Sambandsdeildin “Calandi” Wyn-
yard. Séra Jakob Jónsson, 7 atkv.
A. P.Jóhannsson,
Davíð Bjömssom,
Ella Hall
Nokkrar umræður urðu um atkvæðis-
rótt deilda, og einkum sambandsdeilda
og félaga. Vildi séra Jakob Jónsson að
fylgt sé fyrri ákvæðum í þessum efnum.
Tillaga A. P. J. og Levy, að þetta
nefndarálit sé lagt yfir þangað til þ'essar
eldri samþyktir, sem nefndar voru, verða
lagðar fyrir þingið, — samþykt.
Séra Guðm. Ámason gaf munnlega
skýrslu um rithöfundasjóð, og skoraði á
þingheim að leggja eitthvað, meira eða
minna, af mörkum í þennan sjóð.
Þá var fundi frestað þangað til klukk-
an tvo eftir hádegi.
SJÖTTI ÞINGFUNDUR
Fundur var svo aftur settur skömmu
eftir klukkan tvö að deginum. Ritari
las þingbók og var hún samþykt.
A. P. Jóhannsson og Ari Magnússon
lögðu til að tekið sé strax fyrir óklárað
mál um kjörgengi og atkvæðisrétt deilda,
og var það samþykt. B. E. Johnson las
gamlar þingsamþyktir og skýrði forseti
ýmislegt þessu viðvíkjandi. Urðu all-
miklar umræður um þetta.
J. J. Bíldfell gerði þá tillögu, er B. E.
Johnson studdi, að öllum fulltrúum frá
deildum og auka deildum, sé veitt full
þingréttindi og atkvæðisréttur, þótt ekki
séu skrifleg skilríki fyrir hendi, — samþ.
í e. h.
Kjörbréifanefndarskýrslan síðan lesin
að nýju og samþykt, eftir tillögu frá
J. J. Bíldfell og B. Dalman.
J. J. Bíldfell lýsti því yfir, að þing-
mönnum öllum sé boðið að þiggja heim-
boð frá City Dairy hér í borginni, og gerði