Hugur - 01.06.2004, Page 6
Hugur | 16. ÁR, 2004 | s. 4-9
Inngangur ritstjóra
„Stærsta leyndarmál einveldisstjórnar og dýpsta hagsmunamál hennar er að
blekkja þegnana með því að klæða í dulargervi, og kalla trúarbrögð, óttann
sem ætlunin er að halda þeim í. Tilgangurinn er sá að fá þá til að berjast fyrir
þrældómi sínum líkt og sæluvist þeirra væri í húfi.“ Hér er ekki á ferð brot
úr nýjustu heimildarmynd Michaels Moore, Fahrenheit 9/11, heldur brot úr
formála Ritgerðar um guðfrœði ogstjórnmál (1670) eftir hollenska heimspek-
inginn Benedict (Baruch) de Spinoza (1632-1677) en heimspeki hans er
einmitt þema Hugar að þessu sinni. Tilvitnunina í Spinoza er að finna í
annarri af tveimur bókum sem Gilles Deleuze ritaði um heimspekinginn í
lok 7. áratugarins. I bréfi nokkru útskýrir Deleuze fyrir viðmælenda sínum
að heimspekin þarfnist óheimspekilegs skilnings ekkert síður en hins heim-
spekilega. Það þýði að heimspekingurinn standi í mikilvægum tengslum við
þá sem ekki eru heimspekingar. Þversögn Spinoza sé að hann sé heimspeki-
legastur allra heimspekinga, en um leið sá heimspekingur sem beinir máli
sínu í ríkara mæli en nokkur annar til þeirra sem ekki eru heimspekingar.
Þannig geti allir lesið Spinoza, látið textann hrífa sig og opna nýjar víddir
skynjunarinnar, jafnvel þótt lesandinn hafi ekki fullan skilning á hugtökum
Spinoza. Það er í þessum anda sem Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem varði
M.A.-ritgerð um heimspekinginn við Cambridge-háskóla fyrir nokkrum ár-
um, veitir lesendum Hugar innsýn í heimspeki Spinoza. Eitt af mörgu sem
Guðfríður Lilja dregur fram er hvernig hugsjónir Spinoza eru fjarri plat-
onskum staðleysum á borð við sæluríki Thomasar More. Spinoza leiðir ekki
hið ákjósanlega ríki af hugmyndum um hið góða og skynsemiseðli manns-
ins, heldur eru hugsjónirnar bundnar raunsæjum mannskilningi hans órjúf-
anlegum böndum. Litlu skiptir hvort menn hegða sér skynsamlega af innri
hvöt eða sökum ytri þvingana, mestu skiptir að aðgerðir þeirra leiði gott af
sér. Þannig segir Spinoza í Ritgerð um stjórnmál (1677): „Stjórnarfulltrúar og
aðrir ráðamenn ríkisins eiga ekki að þiggja laun heldur þess háttar greiðslur
að farnist stjórn þeirra illa verði þeir sjálfir fyrir miklu tjóni. [Þar eð] enginn
maður [...] ver annars málstað, nema að svo miklu leyti sem það þjónar hans
eigin hagsmunum, verður að skipa hlutum svo að ráðamennirnir [...] verji
best eigin hagsmuni þá er þeim er mest umhugað um hin almennu gæði.“
Líklegra sé, í endursögn Guðfríðar Lilju, „að þingmenn sækist eftir friði ef
laun þeirra eru tiltekið hlutfaU af samanlögðu verðmæti viðskipta við út-
lönd“. Og þannig setur Spinoza fram hugmyndir sínar um það „hvernig
forðast skuli stríð meðal einvelda: ef fjölskyldumeðlimum konungsráðgjafa