Hugur - 01.06.2004, Síða 7
Inngangur ritstjóra
5
er gert að berjast í stríðum (eins og öllum borgurum) þá eru þeir ófiisari að
mæla með stríðsrekstri“. I ekki ósvipuðum anda bendir Michael Moore á þá
athyglisverðu staðreynd að aðeins einn af rúmlega fimmhundruð þingmönn-
um bandaríska þingsins eigi börn í stríðinu í Irak. Frá sjónarhóli Spinoza er
ljóst að óraunhæft er að fá þingmenn til að vinna í þágu friðar nema þeir
verði sjálfir fyrir tjóni af eigin stríðsrekstri. Arangursríkasta leiðin til að draga
úr stríðsvilja þeirra er því að skylda þá til að senda eigin afkvæmi á vígvöll-
inn í sama hlutfalli og þeir senda þangað börn annarra borgara.
Finnski heimspekingurinn Minna Koivuniemi, sem kenndi Spinoza-mál-
stofu við heimspekiskor Háskóla Íslands fyrr á þessu ári, veitir innsýn í dokt-
orsverkefni sitt sem snýr að kenningu Spinoza um hrif, en Spinoza gerir hrif
að rannsóknarefni sínu vegna þess að hann álítur að stjórnmálaheimspeki
verði að grundvallast á raunsærri mynd af því hvernig mennirnir eru gerðir.
Minna gefur auk þess greinargott yfirlit yfir Spinoza-fræði undanfarinna
áratuga. Einn afkastamesti greinahöfundur Hugar frá stofnun tímaritsins,
Atli Harðarson, ber síðan hugmyndir Spinoza um frelsi saman við hug-
myndir samtímamanns hans, Johns Locke, en Atli þýddi og ritaði inngang
að helsta stjórnspekiriti Lockes, Ritgerð um ríkisvald, sem kom út hjá Hinu
íslenska bókmenntafélagi árið 1986.
Deleuze færir í sinni grein rök fyrir því að Siðfrœði Spinoza sé handan góðs
og ills og snúist fremur um gott og slæmt. Þannig misskilji hinn fáfróði Adam
almættið þegar honum er bannað að eta af skilningstrénu; hann heldur „að
Guð sé að banna honum eitthvað af siðferðilegum ástæðum, en raunin er sú
að Guð er aðeins að gera honum ljósar náttúrulegar afleiðingar þess að leggja
sér ávöxtinn til munns.“ Eplið er ekki „illt“ í skilningi boðorðs siðferðilegs
Guðs sem ber að hlýða, heldur mun það einfaldlega valda Adam eitrun leggi
hann sér það til munns. Adam fellir sökum skilningsskorts undir „illt“ það
sem hefur aðeins „slæmar“ afleiðingar á h'kama hans í siðlausum skilningi þess
orðs. Þessi áhersla á hið siðferðilega kemur í veg fyrir þekkingu. Vafið stend-
ur því á milli þekkingar og siðferðis/siðfræði. Boðorðinu er ruglað saman við
hluti sem öðlast rná skilning á, hlýðni ruglað saman við þekkingu. Það sem
einkennir móralistann er því að endingu skilningsskortur.
Deleuze segir efnishyggju, siðleysi og guðleysi þá þætti í heimspeki Spinoza
þóttu hneykslanlegir, og að hér sé nálægð hans við Friedrich Nietzsche hvað
mest. I póstkorti sem Nietzsche sendi kunningja sínum 30. júlí 1881 segist
hann uppnuminn yfir því að hafa nýlega uppgötvað fyrirrennara sinn Spin-
oza og sé því ekki lengur einmana heldur að minnsta kosti tví-mana. Þrátt
fyrir greinarmun sem sé fyrst og fremst til kominn af breytingum í tíma,
menningu og vísindum séu þeir í meginatriðum sammála um að hafna beri
tilvist fimm fyrirbæra: frelsi viljans, ásetnings, siðferðilegrar heimsskipanar,
óeigingirni og hins illa.
Spinoza og Nietzsche hafna báðir sérhverri tilraun til að hampa sálinni á
kostnað hins undraverða líkama sem er ofvaxinn þekkingu okkar. Frá sjón-
arhóh heimspekisögunnar má segja slíka áherslu á líkamann kvenlega. „Kon-
an hefur í þessari hefð verð tákngervingur hins náttúrulega, líkamlega og til-