Hugur - 01.06.2004, Side 9
Inngangur ritstjóra
1
teknum lífsmátum. Þetta þýðir að ekki er unnt að viðhalda þeim stranga
greinarmun á ,leikreglum‘ og ,inntaki‘ eða á ,siðferði‘ og ,siðfræði‘ sem er í
aðalhlutverki hjá Habermas. Verklag felur alltaf í sér inntaksmiklar siðferði-
legar skuldbindingar, og það er ekki hægt að hugsa sér neitt í líkingu við al-
gerlega hlutlaust verklag.“ Franski rökgreiningarheimspekingurinn Jacques
Bouveresse telst helsti sérfræðingur Frakka um Wittgenstein. I minningar-
grein um vin sinn og starfsbróður við Collége de France, Pierre Bourdieu
(1930-2002), minnir hann á að hinn heimspekimenntaði félagsfræðingur
hafi, ólíkt frönskum heimspekingum póststrúktúralismans, alla tíð sýnt
Wittgenstein mikinn áhuga. Og það er engin tilviljun að eitt af höfúðritum
Bourdieus, Le senspratique (1980), hefst á tilvitnun í eftirfarandi spurningu
Wittgensteins: „Hvernig get ég fylgt reglu?“ (spurning sem Kripke glímdi
við í Wittgenstein on Rules and Private Language, 1982). A öðrum stað ritar
Bourdieu: „Segja má að öll hugsun mín spretti af þeirri spurningu hvernig
hegðun geti verið reglubundin án þess að stafa af hlýðni við reglu.“ Bouver-
esse ber saman gagmýni Bourdieus og Wittgensteins á „goðsögnina um regl-
ur“ og beinir athyglinni að „samfélagsleiknum, þar sem reglulaus reglufesta
er, ef svo má að orði komast, regla fremur en undantekning". Þótt ýmislegt í
mannlegu atferli sé reglulegt eða reglubundið er ekki þar með sagt að slíkt
orsakist af tilvist einhvers konar reglu. Til að forðast slíka „vitsmunahyggju“
þróa Wittgenstein og síðar Bourdieu kenningu um verklega rökvísi handan
meðvitundarinnar. Grein Bouveresse er að finna í greinasafni um Bourdieu
sem sá fyrrnefndi sendi frá sér fyrr á árinu en greinin hafði áður birst í fræði-
tímaritinu Critique (1995) þar sem ýmsir fjölluðu um kenningar Bourdieus,
þar á meðal kanadíski heimspekingurinn Charles Taylor í grein sinni „Að
fylgja reglu“.
Sama ár og Bourdieu var skipaður prófessor í félagsfræði við Collége de
France var fornfræðingurinn Pierre Hadot skipaður prófessor í síðgrískri og
rómverski hugsun við sömu stofnun. Arið áður kom út rit hans Exercices
spirituels etphilosophie antique (1981) sem markar tímamót hvað varðar sýn
okkar á fornaldarheimspekina. I grein úr þeirri bók setur Hadot fram þá
kenningu að í fornöld hafi heimspekikenningar verið smíðaðar í þágu and-
legrar iðkunar. Heimspeki fornaldar hafi verið lífsmáti en á miðöldum hafi
heimspekin orðið hrein fræðigrein, sértæk iðkun, og séð um leið á eftir hand-
leiðslunni til hinnar ríkjandi guðfræði. Þessi þróun hafi haldið áfram með til-
komu nútímaháskóla. I stað heimspekings hinna andlegu æfinga kemur
listamaður skynseminnar, svo notað sé orðalag Kants. Heimspekin verður
tæknilegt tungutak fyrir sérfræðinga. Hadot sér þó undantekningu hjá þeim
heimspekingum nýaldar sem nærast á heimspeki fornaldar og endurlífga
hana. Auk Nietzsches, sem hvetji „til að gjörbreyta eigin lífsháttum“, nefnir
hann Spinoza sem „kenni hvernig eigi að gera róttæka og áþreifanlega breyt-
ingu á eigin tilveru“. Hadot álítur að „lexía fornaldarheimspekinnar [sé]
hvatning til hvers og eins til að taka breytingum. Heimspeki merkir sinn-
askipti, breytingu á veru- og lífsháttum“. Hadot hafði mikil áhrif á síðari
verk Michels Foucault og nægir að nefna skilgreiningu þess síðarnefnda á