Hugur - 01.06.2004, Page 10
8
Inngangur ritstjóra
heimspeki sem vinnu sem felist í því „að hugsa öðruvísi, breyta öðruvísi og
verða öðruvísi en maður er“. Róbert Jack tekur upp þráðinn frá Hadot og
varpar fram þeirri spurningu hver sinni á okkar dögum þeirri fornu lífslist
sem sértæk nútímaheimspeki hefur snúið baki við. Róbert beinir athyglinni
að sjálfshjálparfræðum nútímans og finnur samsvörun með viðleitni þeirra
og sjálfshjálparviðleitni fornaldarheimspekinnar.
I tilefni af tvöhundruð ára ártíð Immanuels Kant (1724-1804) birtir Hug-
ur þýðingu á grein eftir heimspekinginn og sálgreininn Slavoj Zizek. Zizek,
sem var frambjóðandi í forsetakosningunum í Slóveníu árið 1990, er sér-
fræðingur í heimspeki Kants og þýsku hughyggjunni jafnt sem í sálgreiningu
Lacans. Ekki ósvipað Spinoza tvinnar hann hyldjúpa heimspeki saman við
aðgengilegri dæmi (til að mynda úr kvikmyndum). _i_ek ber rannsókn
Lacans á sambandi Kants og Sade saman við fimmtán árum eldri greiningu
Adornos og Horkheimers í Díalektík upplýsingarinnar sem varpar ljósi á það
hvernig Nietzsche og markgreifmn af Sade segja skilið við móralíska sykur-
húðun hins borgaralega samfélags og horfast af samkvæmni í augu við af-
leiðingar hinnar bláköldu nytjahyggjurökvísi sem einkennir tæknihyggju
kapítalismans, sem er jafn tilfmningalaus, tæknileg og heröguð og vélrænt
kynlíf hinnar kaldrifjuðu sadísku hetju. Tilfmningaleysi Sades endurspegli
hina köldu óhlutdrægni sem einkennir formhyggju Kants sem boðaði skyldu
skyldunnar vegna: „Smættun sadíska öfuguggans á rekkjunaut sínum í beran
hlut, í leið að marki sinna eigin óendanlegu nautna, er hinn huldi sannleik-
ur hinnar kantísku siðferðilegu tilskipunar um að koma fram við aðrar
manneskjur af virðingu, að veita þeim lágmarksreisn."
Daginn eftir að nasistar lögðu eld að þýska þinghúsinu tók Bertolt Brecht
saman föggur sínar og yfirgaf Þriðja ríkið. Eftir margra ára flótta undan nas-
istunum settist hann að í Los Angeles. Sex árum síðar, nánar tiltekið haust-
ið 1947, var Brecht skipað að mæta fyrir nefnd McCarthys sem rannsakaði
and-ameríska starfsemi í Hollywood. Daginn eftir yfirheyrsluna flúði Brecht
úr landi. Fyrir nokkrum árum sendi John McCumber frá sér bókina Time in
the Ditch (2001) þar sem hann heldur því fram „að rökgreiningarheimspeki
hafi vaxið og dafnað í skjóli þess andrúmslofts ótta og vænisýki sem
McCarthyisminn ól af sér.“ Armann Halldórsson, formaður Félags áhuga-
manna um heimspeki, kynnti bókina fyrr á árinu á fjölsóttri uppákomu
félagsskaparins „Huggun heimspekinnar“, sem Pétur Gauti Valgeirsson
hefur staðið fyrir á undanförnum misserum, og voru umræður líflegar. Hér
birtist ítarlegri umfjöllun Ármanns um bókina. Jón Olafsson skrifar um
greinasafn Kristjáns Kristjánssonar Mannkostir (2002) sem er að stofni til
endurútgáfa á tíu greinum um póstmódernisma sem birtust í Lesbók Morg-
unblaðsins haustið 1997 og vöktu mikla umræðu. Gauti Sigþórsson menn-
ingarfræðingur skrifar um „Rísóm“ eftir Deleuze og Guattari sem birtist í
þýðingu Hjörleifs Finnssonar í Heimspeki verðandinnar (2002). Auk þriggja
greina um bækur er að finna hér í heftinu fjórtán ritdóma um bækur heim-
spekilegs efnis sem komið hafa út á undanförnum árum.
I grein sinni ræðir Eyja Margrét Brynjarsdóttir tvær ólíkar mótbárur við