Hugur - 01.06.2004, Page 19
,Rökrœðan erprófsteinn skynseminnar'
V
þjónar þáfremur sem viðmiðun umþað með hvaða hætti við eigum að leitast við
að leysa siðferðilegan ágreiningþegar hann kemur upp en ekki sem aðskilin grund,-
vallarumræða um fræðilega réttlætingu siðareglna.“ (B 216) Með öðrum orðum
gagnrýnirðu samræðusiðfræðinaJyrir aðskilda grundvallarumræðu sem slitin er úr
tengslum við hið hversdagslega. I greininni „Siðferði, samfélag og manneðli" seg-
irðu bókmenntahefð Islendinga „fremur í ætt við almenna lífsspeki en eiginlega
heimspeki“ (B 89) og skömmu síðar segirðu um siðfræðina að „sú grein heimspek-
innar stendur líklega næstþeirri íslenzku lífsspeki sem í arfleiðinni býr“. Ifram-
haldi af pví mætti spyrja hvort áherslan á hagnýta siðfræði á kostnað fræðilegrar
grundvallarumræðu siðfræðinnar gæti orðið tilþess að einhver hefði orð áþví að
siðfræðin semþú stundar sé orðin svo hagnýt, aðþótt slík hagnýt siðfræði sé óneit-
anlega gagnleg séu hagnýtar hugleiðingar af þessu tagi orðnar svo hversdagslegar
aðþær hafi ekki lengurþá heimspekilegu ogfræðilegu dýpt sem réttnefnd heimspeki
þurfi að hafa til að bera. A meðan doktorsritgerðþín fjallar meðal annars umfyr-
irbærafræðilega verufræði siðfræðinnar, til dæmis hvað varðar óheilindahugtakið
þar sem „skerast verufræði og siðfræði “ (B 43), hefurðu í auknum mæli snúiðþér að
hagnýtri heimspeki á kostnað kenningasmíðinnar, og er stofhun námsbrautar fyr-
ir hagnýta siðfræði dæmi um slíkaþróun. Þannig vísarðu gjarnan til samræðusið-
fræði Habermas sem „góðrar hugmyndar"frekar en kenningar sem þurfi að bregð-
ast við með frekari kenningasmíð eða aðskilinni grundvallarumræðu. Tekurðu
undirþað að siðfræðiþín hafiþróast íþessa átt og, efjá, hver er ástæðan? Hefurðu
með tímanum myndað þér þá skoðun að kenningasmíð innan siðfæðinnar sé til
lítils nema til að fóðra hagnýtari, verklegri eða jarðbundnari siðfræði með góðum
hugmyndum? Eða er málum þannig háttað að þú hafir ekki fundið tíma til að
ræktaþessa hlið siðfæðinnar oggætir jafvel hugsaðþér ífamtíðinni að vinna að
einhverju á borð viðfyrirbærafæðilega verufæði siðfæðinnar?
Sú gagnrýni á siðfræðina sem þú rekur til doktorsritgerðar minnar (1982) á
sér raunar lengri sögu. Allt frá því að ég hóf nám í heimspeki við Háskóla
Islands (1973) hafði ég mestan áhuga á siðfræðilegum hugmyndum í víðum
skilningi. Þótt ég hefði áhuga fyrir klassískri siðfræði féll ég flatur fyrir til-
vistarheimspekinni og skrifaði BA-ritgerðina um Oheilindahugtakið í heim-
speki Jean-Paul Sartres. Þar lagði ég mig fram um að draga siðfræðilegar
ályktanir af kenningunni sem þó var öðru fremur verufræðileg. Slíkum til-
raunum hélt ég áfram í doktorsnáminu þótt mikil orka færi þá í að skrifa mig
frá tilvistarheimspekinni eða öllu heldur ,leiðrétta‘ hana með hliðsjón af túlk-
unarfræði og hugmyndum úr heimspekilegri mannfræði. Staðreyndin var
einfaldlega sú að mér hundleiddist rökgreiningarorðræðan sem var ríkjandi
innan „réttnefndrar siðfræði" á þessum tíma. Eg leiddi hana því að mestu hjá
mér og leitaðist við að draga siðfræðilegar ályktanir af áhugaverðum kenn-
ingum um manneskjuna og samfélagið. Þetta voru eiginlega tilraunir til að
endurhugsa siðfræðilegt samhengi og forsendur heimspekilegrar umfjöllunar
um siðfræði (titill doktorsritgerðarinnar er: The Context of Morality and the
Question of Ethics: From Naive Existentialism to Suspicious Hermeneutics) þar