Hugur - 01.06.2004, Page 25
.Rökræðan erprófsteinn skynseminnar'
23
ungis sótt viðmiðanir gagnrýni sinnar til hennar en ekki til algildra réttlæt-
islögmála á borð við þau sem Rawls teflir fram. Gadamer talar því oft á svip-
uðum nótum og Bernard Williams um gagnrýna siðferðilega yfirvegun sem
mikilvægan þátt í viðleitni einstaklinga og hópa til að öðlast skýra sjálfsvit-
und en sú yfirvegun megi ekki snúast upp í fjarlæga sértekningu frá þeim að-
stæðum sem hún snýst um og þar sem hún á að gagnast. Siðfræðikenning má
ekki missa sjónar af þessu markmiði með því að rjúfa tengslin við þá óbrotnu
siðferðishugsun sem er ávallt þegar að verki í reynsluheiminum. Þar er að
finna margbrotinn grundvöll siðfræðilegrar hugsunar en ekki í sértækum
skynsemislögmálum. Tilraunir til að öðlast hið „siðferðilega sjónarhorn“ með
slíkri sérhæfingu geti því misst sjónar á því siðferðilega lífi sem lögmálin eru
sértekin frá og þeim er ætlað að þjóna. Þannig á hin gagnrýna fræðilega yf-
irvegun, sem útheimtir sjálfstæði gagnvart hinu viðtekna sem staðist hefur
dóm kynslóðanna, stöðugt á hættu að afskræma tengslin við viðfangsefnið.
En sé Rawls túlkaður á þann veg að réttlætiskenning hans dragi fram kjarn-
ann í lýðræðismenningu Vesturlanda og að hann dragi af honum sjálfum sér
samkvæmar ályktanir um sanngjarna samfélagsskipan, má ef til vill segja að
bilið sé ekki eins breitt á milli hugmynda Gadamers og Rawls og ætla mætti.
Þó er sá mikilvægi munur á að Gadamer gerir aldrei skýran greinarmun á því
túlkunarfræðilega tilvistarverkefni að öðlast sjálfsþekkingu og þroska annars
vegar og hins vegar á því að meta réttmæti hinna almennu leikreglna sem
mynda réttlætisinnviði siðmenningarinnar. Fyrra verkefnið er ávallt háð bæði
einstaklingsbundnu og hefðbundnu sjónarhorni því að það varðar öðru frem-
ur skilning á lífssögu einstaklingsins og möguleikum. Síðara verkefnið, aftur
á móti, krefst íjarlægðar frá þessu persónulega sjónarhorni því að þar er
brýnast að leitast við að meta siðmenninguna frá sjónarhorni „hvers sem er“.
Veitir hún öllum sanngjörn tækifæri og forsendur til að áforma líf sitt, hver
svo sem áform þeirra kunna að vera? Hér komum við aftur að því meginstefi
að siðfræðikenning verður í senn að átta sig á þeim rótum sem menn eiga í
heiminum og skapa honum tilvistarskilyrði en hún verður líka að veita byr
undir þá vængi sem hefur hann úr viðjum ranglætis og kúgunar.
Idoktorsritgerðpinni leggurðu töluverða áherslu á siðfræði heimspekinga sem ekki
teljast til hefibundinna siðfræðinga, t.d. Marx, Sartre o.fl. Þú segir ígreinpinni
„Siðfræðin og mannlífið"að „peir heimspekingar sem mesta áherzlu hafa lagt á að
gera siðferðilegar hugsjónir að veruleika hafa ekki komið úr röðum siðfræðinga.
Mér dettur sérstaklega í hug [...] Karl Marx og Jean-Paul Sartre. “ (B 68) Og
pegar t „Frelsi og óheilindi. Um siðferðishugmyndir Jean-Pauls Sartre“ (1978),
sem byggir á B.A. ritgerð pinni, er að finna pá ábendingu að pví sé „stundum
haldið fram að Sartre hafi ekkert skrifað um siðfræði. “ Þú heldurpví hins vegar
fram að Sartre gæti „ekki skrifað um siðfræði á hefibundinn hátt“ (B 39) en pó sé
pað svo „að hann hafi alltaf verið að skrifa um siðferði/eg efhi“ (B 39). I lokgrein-
arinnar bendirðu á að Sartre líti á heimspekina sem leið til að vekja menn til
meðvitundar um „að peim beri að berjast fyrir betra lífli, betra pjóðskipulagi. “ (B
47) Þú segir einnig: „Eg held að /ík/egasta ástæðan fyrir pví að Sartre skrifaði