Hugur - 01.06.2004, Page 31
Rökrœðan erprófsteinn skynseminnar'
29
a Better Life: The Possibility of Universal Discourse Ethics", UniversalEth-
ics. Perspectives and Proposals from Scandinavian Scholars, ritstj. G. Bexell og
D.E. Anderson (Kluwer 2002), s. 15-22) - að siðfræðin tengi betur við
reynslu fólks með því að greina birtingarform ranglætis heldur en að smíða
hátimbraðar réttlætiskenningar. Þetta heíur verið einn liður í því áformi
mínu að samhengisbinda og jarðtengja siðfræðilega greiningu. I þessu sam-
hengi minni ég líka á lokaorð nýlegrar greinar í Hug þar sem ég ræði
gagnrýnismátt samræðusiðfræðinnar:
„Myndi þessi pólitíska ákvörðun, þessi ráðstöfim valds, þessi leikregla eða
siðvenja öðlast samþykki í frjálsri rökræðu þegnanna? Þannig verður hug-
sjónin um frjálst samþykki að gagnrýninni viðmiðunarhugmynd sem beinir
fræðilegri greiningu að þeim margvíslegu birtingarformum kúgunar, bæling-
ar og skrumskælingar sem búið hafa um sig í félagslegum veruleika okkar.
Það er líka mikilvægt að átta sig á því að einber siðfræðileg gagnrýni dugir
skammt í þessum efnum því að forsendur frjálsrar rökræðu um gildi liggja
bæði í félagslegum og sálfræðilegum aðstæðum. Þess vegna þarf siðfræðin
,að leita til annarra fræðigreina til skilnings á þeim þáttum sem ráða samfé-
lagsgerð og persónuþroska*. Ef að siðfræðin nálgast ekki viðfangsefni sín
undir því sjónarhorni að afhjúpa þurfi þau duldu öfl sem hafa mótað sjálfs-
skilning okkar og samfélagsgerð, þá verður hún aldrei annað en yfxrborðsleg
ábending um siðleysi. En greining sem heldur sig við ásýnd hlutanna verð-
skuldar ekki að kallast gagnrýni.“ (GS 103-104)
Igreininni „Siðfrœðin og mannlífið“ vitnarðu í bref Ibsens til Georgs Brandesar
frá árinu 1870: „Fólk vill bara tilteknar byltingar, byltingu ytri aðstæðna o.p.h.
[...] Enpað sem máli skiptir er gerbylting hugarfarsins. “ (B 69) Sá sem veðjar á
byltingu hugarfarsins „leitast við að hafa áhrif á afstöðu einstaklinga í stað pess
að huga að peim félagslega veruleika sem mótar pá og nœrir. “ (SR 287) I með-
jylgjandi neðanmálsgrein nefnirðu „kenningu Marx um mikilvægipess að breyta
heiminum í stað pess að leggja áherslu á hugmyndir einstaklinga. “ Andstæðan
verður pannig Ibsen gegn Marx, bylting hugarfarsins gegn byltingu ytri að-
stæðna. Nú bendirfátt tilpess að siðvilji einstaklinga hafi styrkst í aldanna rás.
Hins vegar hefurýmislegt í mannlífinufærst til betri vegar í kjölfar breyttraytri
aðstæðna. Lýðræðið virðist styrkjast með nýjum og bættum leikreglum sem stuðla
pvíað lýðræðislegriframvindu leiksins. Því vaknar spurningin hvort sélíklegra
til árangurs: að höfða til siðbótarviljans eða að breyta einfaldlega leikskilyrðun-
um og leikreglunumpannig aðpær knýi jram breytingar. Eru ekki frá sjónarhóli
nútímakenninga um lýðræði umbætur leikreglna líklegri til árangurs en pað að
binda vonir við hugarfarsbreytingu einstaklinga? Eða líturðu svo á að hér sé um
að ræða eilíft jafntefli Ibsens (hugarfarsins) ogMarx (ytri aðstæðna)?
Þetta verður alltaf að spila saman. En í félagslegu og póhtísku tilliti skipta
hvorki bylting hugarfars einstaklinga né ytri aðstæðna sköpum heldur leik-
reglur, stjórnsiðir og málsmeðferð og langtímaáhrif þeirra á aðstæður og
hugarfar. Þess vegna bendi ég í ívitnaðri grein á takmarkanir bæði hins exis-