Hugur - 01.06.2004, Page 35
,Rökræðan erprófsteinn skynseminnar'
33
ir sér lífsháttum og ágæti þeirra“. í þessum greinum mínum reyni ég einkum
að gera tvennt. Annars vegar minni ég á greinarmuninn á alhæfanlegum
siðaboðum og siðaboðum sem takmarkast við menningarbundin lífsform eða
einstaklingsbundin áform. Þau fyrrnefndu nefndi ég leikreglur en þau síðar-
nefndu Hfsgildi. Leikreglur réttlætis varða sammannlega hagsmuni og því
hlýtur siðfræðin að greina forsendur þess að þær séu virtar sem víðast sem og
þá þætti sem standa í vegi þess. Lífsgildi, aftur á móti, varða breytileg tilvist-
arverkefni einstaklinga og viðleitni þeirra til að móta líf sitt í menningar-
bundnu samhengi. I því verkefni gegnir siðfræðin líka þýðingarmiklu hlut-
verki og klassísk siðfræði sá það sem meginverkefni sitt að skýra hvernig
einstaklingar gætu öðlast farsæld.
Að mínu viti hlýtur heimspekileg siðfræði að fást við báða þessa mikilvægu
þætti mannlegs siðferðis en hún verður að gera það með röklega ólíkum
hætti þótt þeir skarist í reynd. Eg hef áður orðað kjarnann í þeim muni sem
hér er mikilvægastur:
„Ljóst er að þegar ég fæst við spurninguna ,hvernig manneskja vil ég vera?‘
þá hlýt ég að hugsa fyrst og fremst um sjálfan mig, sjálfsmynd mína og ham-
ingjuleið. En þegar ég fæst við spurninguna ,hvað ber mér að gera?‘ þá gengst
ég undir þá ópersónulegu kröfii að gera það sem stenst skoðun undir hinu
.siðferðilega sjónarhorni'. Undir því sjónarhorni leitast menn við að meta
gildi útfrá hagsmunum ,hvers sem er‘ en ekki út frá farsældarhugmyndum
tiltekinna einstaklinga ...“ (GS 101)
Hins vegar færi ég rök að því í þessari umræðu að þótt heimspekileg rök-
ræða skipti máli í þeirri lífsgildagreiningu sem fylgir tilvistarglímu manna,
þá geti samræður við sálfræðinga, bókmenntir og guðsorð verið áhrifaríkari
umbótavaldur í þeirri viðleitni.
Ég tel mig ekki hafa skilgreint nokkurn mann út úr faginu með þessum
röksemdum. En eitthvað hafa mér verið mislagðar hendur fyrst svona mæt-
ir menn brugðust ókvæða við og misskilningur á viðhorfum mínum er út-
breiddur. Þessar hugmyndir voru hins vegar þýðingarmikill liður í sjálfsskil-
greiningu minni sem siðfræðings á tímamótum. Þess vegna kaus ég að flytja
„Leikreglur og lífsgildi“ sem innsetningarfyrirlestur minn í prófessorsstarf.
Kannski hafði ég sjálfur sofið kreddusvefni þar sem greinarmunur þess að
móta og meta alhæfanlegar leikreglur annars vegar og uppbyggileg lífsgildi
hins vegar var ekki nógu skýr. Mér virðist það stundum setja mark sitt á eldri
skrif mín um siðfræðileg efni.
Þú vitnar víða í eftirfarandi afstöðu Kants: „Ef úndanskilin eru börn ogfólk sem
er viti sínujjær, get ég ekki gert nokkurri manneskju gott útfrá minni hugmynd
um hamingjuna, heldur einungis samkvæmt hugmyndþeirrar manneskju sem er
velgjörðarinnar aðnjótandi. “ (B195) Nú hefurðu reglulega tefltþinni eigin hug-
mynd um hamingjuna gegn ýmsum öðrum hamingjuhugmyndum sem þú hefur
gagnrýnt. Þér hefur til dæmis, eins og þú segir sjálfur, „orðið tíðrætt um efnis-
hjggjuna í íslenzku samfélagi" (B 291). Þú hefur gagnrýnt tilkomu „síaukins
neyzsluvarnings og lifsþæginda“ (B 287) og fleira í þeim dúr. Miklar deilur