Hugur - 01.06.2004, Page 38
36
Rökrœðan erprófsteinn skynseminnar'
ir gætu fallizt á, ípeim ski/ningi að öllum bœri að hlítaþví. “ Iframhaldi af pví
bendlarðu afstöðu Foucaults við „póstmóderníska farsældarsiðfræði“ og segir hœtt
við pví að hún „styrki pau öfl sem ógna frjálslyndu samfélagi. Einfaldasta og
skýrasta dæmið um algildarfrjálslyndar leikreglur eru mannréttindi. Heimspek-
ingar sem hafna hugmynd um siðferði ,sem öllum ber að hlíta' hlaða óhjákvæmi-
lega rökum undir skoðanir peirra sem brjóta pessar lágmarksreglur mannlegra
samskipta." (HSM 162) Afstaða Foucaults er með öðrum orðum talin ógna
mannréttindum, styðja við bakið á öflum sem ógna lýðrceðislegu samfélagi og rétt-
læta athafnirpeirra sem hunsa grunnreglur mannlegra samskipta. I kjölfarpess-
arar myrku myndar sem pú málar af afstöðu Foucaults kemur óneitanlega á óvart
aðpú skulirpremur árum síðar lýsapvíyfir ígreininni „Gagnrýni siðfræðinnar
oggildi mannlífsins" sem birtist í Hug aðpú skiljir „vel hrylling Foucaults yfir
leit að algildu siðferði“ (GS101). Svo virðist sem afstaða pín til viðhorfs Fouc-
aults hafi tekiðpó nokkrum breytingum ápessum árum. Hvað varð tilpess aðpér
snerist hugur?
Mér snerist ekki hugur. í ívitnuðum kafla í „Gagnrýni siðfræðinnar og gildi
mannlífsins“ er ég að ræða um „lífsgildi sem menn leggja til grundvallar
sjálfsskilningi sínum og hamingjuleit“. Eg held því fram að siðfræðin hljóti
að greina og rökræða slík lífsgildi en sú rökræða lúti þó „sem betur fer öðr-
um lögmálum en samræðan um þau gildi sem tengjast alhæfanlegum leik-
reglum" (GS 101). Þegar ég segist skilja vel hrylling Foucaults yfir leit að al-
gildu siðferði ípessum skilningi, á ég við að það væri alræðislegt að alhæfa um
inntak slíkra lífgilda sem eru og eiga að vera margvísleg. I því tilliti er æski-
legt að mannhfið sé sem fjölskrúðugast. Astæðan fyrir hrolli Foucaults er að
hann virðist misskilja algildishugmyndina og líta svo á að hún feli í sér eitt-
hvert gefið og kúgandi altækt innihald þegar hún snýst í raun um þá máls-
meðferð sem halda þarf í heiðri þegar réttmæti siðaboða eru rökrædd. Sé
hugmyndin um „siðferði sem allir gætu fallist á“ skilin í ljósi lífsgilda fær hún
á sig alræðisbrag; en skiljum við hana sem viðmiðun siðferðilegrar rökræðu
um leikreglur er hún sjálf birtingarmynd frelsisins. Hugmyndir Foucaults
um siðferði snúast um viðleitni einstaklinga til að skapa eða endurskapa
sjálfa sig með hliðsjón af þeim mörkum sem siðaboðin setja þeim á hverjum
tíma. Hann hefur áhuga á möguleikum einstaklinga til að lifa skapandi lífi
og öðlast eiginlega sjálfsstjórn. En slík fagurfræði tilvistarinnar er á villigöt-
um ef hún viðurkennir ekki að forsendur sjálfsköpunar er frjálslynt rými sem
varið er af algildum leikreglum á borð við mannréttindi.
Þú berð hugmynd Habermas um ákjósanlegar samræðuaðstæður saman við
lýsingu Páls Skú/asonar (Pælingar, s. 350) á skynsemisviðhorfi til ríkisins, p.e.
saman við ,„skynsam/egt skipu/ag pjóðfélagsins sem gerir pegnum pess kleift að
hugsa og taka ákvarðanir undir sjónarhorni heildarinnar, undirpvi sjónarhorni
hvað komi sér bezt fyrir samfélagið allt, en ekkifyrir einstaka hópapess eða hags-
munasamtök'." (B 66) S/ik tvíhyggja gerirpað að verkum aðpað myndast gjá á
milli pess sem nefna má „almannaheill og pjóðarvi/ja", „heildarhagsmuni" (B