Hugur - 01.06.2004, Page 39
,Rökmðan erprófsteinn skynseminnar'
37
237) eða „alhœfanlega hagsmuni“ og hins vegarpess sem þú nefnir „skammtíma
eiginhagsmuni“. Þú gerir með öðrum orðum greinarmun á „raunverulegum og
sameiginlegum hagsmunum manna“ og „sérhagsmunum tiltekinna hópa eða
valdastofnana. “ (B 263) Þú bendir á „að samlíf manna er ætíð undirorpið valda-
tafli, sérhagsmunum og hrossakaupum. Það er út affyrir sig mikilvcegt að viður-
kenna að þessir þœttir eru stöðugt að verki í samskiptum manna og samræðum;
spurningin snýst heldur ekki um það hvortþessirþættir verði fyllilega upprættir
heldur um hitt með hvaða hætti fólk geti dregið úr gerræði valds og sérhagsmuna
og skapað sér betri og sanngjarnari lífsskilyrði í öllum geirum samfélagsins. I
þeirri viðleitni trúi ég að samræðusiðfræðin geti gert ákveðið gagn. “ (B 214) Frá
sjónarhóli samræðusiðfræðinnar lítur þetta svona út: „Habermas sþyr í anda
Kants: Hvað geta allir viljað í óþvingaðri rökræðu að ætti að gilda sem algilt við-
mið? Einungis slíkt samþykki myndi tryggja að ríkjandi viðmið endurspegluðu
sameiginlega hagsmuni manna, en drægju ekki taum sérhagsmuna þeirra valda-
og efnameiri. “ (B 215) „Hin siðfræðilega rökræða nær [...] einungis tilspurninga
er varða almennar leikreglur réttlætis sem allir ættu að geta sameinazt um. “ (B
215) Hér beinist athyglin að „meginmarkmiði lýðræðislegrar stjórnskipunar sem
er myndun sameiginlegs vilja í skynsamlegri rökræðu. “ (B 233) Er ekki vafasamt
að ætla að hægt sé að taka ákvarðanir frá sjónarhóli heildarinnar um það hvað sé
best fyrir samfélagið allt (almannaheill) til lengri tíma litið og nefna slíka hags-
muni „raunverulega", „eiginlega"eða „alhæfanlega hagsmuni" tilaðgreiningarfrá
hagsmunum sem ekki eru alhæfanlegirþar semþeir eru ekki hagsmunir allra? Nú
á skynsemisviðhorf af þessu tagi eitthvað skylt við skynsemihyggju Rousseaus og
hugmyndir hans um almannaviljann. Hins vegar styðjast ekki allar hugmyndir
um lýðræði við hugmyndina um alhæfanlega hagsmuni eða alhæfanlegan vilja og
frá sjónarhóli Jjölhyggjukenninga um lýðræði eru slikar hugmyndir allt að því
ólýðræðislegar. Þannig má segja að tal um „flokk allra landsmanna“ eða „dagblað
allra landsmanna"séufrá sjónarhornifjölhyggjukenningar um lýðræði ólýðræðis-
legar hugmyndir sem hæfl aðeins samfélögum þar sem ekki ríkir lýðræði. Lýðræði
þrífst þegar stjórnmálaflokkar ogfjölmiðlar eru margir og ólíkir, ogþað af þeim
sökum að borgararnir erufjölbreyttir, hafa ólíkarþarfir, ólíkra hagsmuna að gæta,
ólíkar skoðanir o.s.frv. Slik fjölbreytni kallar áfjölbreyttflokka- ogjjölmiðlakerfi
°g enginn flokkur eða jjölmiðill getur gert tilkall tilþess að vera málsvari allra
borgara, að vera sjónarhorn heildarinnar. Sama mætti ef til vill segja um alhæf-
anlega hagsmuni:það eru ekki til neinir alhæfanlegir heildarhagsmunir ogþað er
ekki til neinn viljiþjóðarinnar allrar. Það má hins vegar mæla vilja meirihlut-
ans í kosningum eða iþjóðaratkvæðagreiðslu, en hér er ekki vilji þjóðarinnar á
ferð heldur mögulega vilji meirihlutans sem minnihlutanum ber þá að virða án
þessþó að hannþurfi að samsama sig skoðun meirihlutans. Það er helst í ólýðræð-
islegum ríkjum sem allir borgarar reynast (með ólíkum klækjum) vera á einu máli.
Með sama hætti mætti segja að spurningin „Hvað geta allir viljað ífrjálsri rök-
ræðu?" sé varla lýðræðisleg frá sjónarhóli fjölhyggjukenningar um lýðræði. Frá
fjölhyggjusjónarhóli er tæpast nokkuð sem allir gætu viljað í óþvingaðri rökræðu,
mögulega í einhverjum tilfellum langflestir en aldrei allir. Naumast myndu allir
vilja eitthvað nema ef vera skyldi íþvingaðri rökræðu. Ogþað eru varla til nein-