Hugur - 01.06.2004, Page 43
Rökrœðan erprófsteinn skynseminnar'
4i
an vegnaþess að hann spilar sjálfur úrþví “ (B184-185) „Gæfusmiðurinn rœð-
ur ekkiþví efni sem hannfer, en hann er ábyrgurfyrirþví hvað hann gerir úr
því. Maður verður að spila eins vel og maður getur úr þeim kortum sem maður
fer á höndina. “ (B192—193) „Staðveran er heildþeirra staðreynda sem einkenna
hlutskipti mitt, þau spil sem ég heffengið á höndina gefin ef svo má segja. Hand-
anveran er aftur á móti það hvernig ég spila úr þeim, hvað ég geri úr mér á
grundvelli þessara staðreynda." (TF 123) Einstaklingurinn „einn heldur á
penna,þótt bæði blekið og bókfellið séþegið i arf.“ (B 324) Þótt með slíkri alþýðu-
speki megi endurheimta sartriskt frelsi sem nær til allra jafnt og tryggja þannig
jafna siðfrœðilega ábyrgð og algilt siðferði, þá stangast þessar einfaldanir á við
margfaltflóknari mynd sem þú dregur uppþegarþú ræðir „félagslegar hindranir“
(B 202), þ.e. þá spurningu „hvað er ávaldi manns oghvað ekki. “ (B 185) Ann-
ars vegar bendirðu á „hvernig hinn félagslegi veruleiki stýrir hugsun okkar og
áformum" og hins vegar segirðu manninn „frjálsan vegna þess að hann spilar
sjálfur úrþvi“ sem hann fær á höndina gefið. En erþað ekki svo að hinn félags-
legi veruleiki stýrir ekki aðeinsþví hvað maður fær á höndina gefið heldur um leið
að einhverju leytiþvíhvernig við spilum úrþví („hugsun okkar og áformum') —
ólíktþví sem tvíhyggja Sartres um staðveruna og handanveruna svo og alþýðu-
spekin fyrrnefnda kveða á um?
Sú hugsun sem mér fmnst hvað mikilvægust úr tilvistarheimspekinni og ég
hef ekki viljað kasta fyrir róða er að manneskjur séu hvorki einberar afurðir
erfða eða umhverfis né niðurstaða af fortíð sinni. Spurningin í ljósi óheil-
indakenningar Sartres væri þá þessi: Gangast menn við því að úrvinnslan sé
þeirra eigin sem þeir bera ábyrgð á, eða telja þeir sig einungis vera óvirka
niðurstöðu afla sem á þá verka. Vandinn hjá Sartre, framan af a.m.k., er að
hann gerði ráð fyrir of sterku frelsi einstaklinga til að rífa sig úr viðjum veru-
leikans og gefa honum merkingu eða gildi óháð því sem á undan væri farið.
Merleau-Ponty greinir vanda Sartres frábærlega í lokakafla Fyrirbærafræði
skynjunarinnar og sýnir fram á hvernig hin fyrirbærafræðilega afturfærsla er
aldrei fullkláruð, ef svo má segja. Einstaklingar geta aldrei þurrkað merking-
armóðu fortíðarinnar fyllilega af vitundarglerjum sínum og eru því „dæmdir
til merkingar“ ekki síður en til frelsis.
En þótt frelsið sé takmarkað, þá hafa menn sem lifa í tíma og tungumáli
jafnan svigrúm til þess að svara því áreiti sem orkar á þá. Þetta svar felur í sér
það lágmarksfrelsi og þá lágmarksábyrgð sem varðveist hefiir í „alþýðuspek-
inni“. Hins vegar er jafnljóst að hafi menn ekki úr neinu að spila þá verður
htið um svör. Eins fer það mjög eftir meðvitund manns um frelsið með hvaða
hætti hann svarar aðstæðum sínum. Hinn félagslegi veruleiki skammtar
mönnum bjargráðin og tækifærin og í því sambandi koma annars konar
ábyrgðarhugtök til sögunnar: ábyrgð manns gagnvart sjálfum sér, meðbræðr-
um sínum og sú samábyrgð sem birtist í stofnanagerð samfélagsins.
I spurningunni er vitnað í ýmsa kafla úr ritum mínum þar sem ég ræði
frelsi og samsvarandi ábyrgð í a.m.k. þrenns konar ólíkri merkingu:
Verufræðilegt frelsi: Það er einfaldlega hluti af því að vera manneskja að