Hugur - 01.06.2004, Síða 47
Til varnar ágreiningslíkani um lýðrœði
45
burði við þann skilning á lýðræðinu sem hefur orðið ráðandi á seinni hluta
20. aldar, ‘uppsöfnunarlíkanið’ (aggregative model). Höfundur þessa líkans var
Joseph Schumpeter, sem hélt því fram í bók sinni Capitalism, Socialism and
Democracy1 að eftir því sem fjöldalýðræði þróaðist áfram ætti lýðveldi {pop-
ular sovereignty) í skilningi hins klassíska lýðræðismódels ekki lengur við.
Nýs skilnings á lýðræðinu væri þörf. Þar ætti áherslan að liggja á uppsöfnun
óska í gegnum stjórnmálaflokka sem fólk kysi með reglulegu millibili.
Þannig lagði Schumpeter til að lýðræðið yrði skilgreint sem það kerfi þar
sem fólki gefst kostur á að velja leiðtoga sína eða hafna þeim, þökk sé kosn-
ingaferli sem drifið er áfram af samkeppni.
Uppsöfnunarlíkanið var þróað áfram í verkum kenningasmiða á borð við
Anthony Downs í An Economic Theory ofDemocracy,2 og varð að viðteknum
staðh í þeim fræðum sem kölluðu sig ‘empíríska stjórnmálakenningu’. Mark-
mið þeirrar stefnu var að fmna leiðir til að nálgast lýðræðið á lýsandi hátt, í
andstöðu við klassísku hefðina sem lagði áherslu á forskrift. Höfundarnir
sem töldu sig til þessa skóla voru á því að við nútímakringumstæður þyrfti
að gefa hugmyndir á borð við ‘heildarhagsmuni’ og ‘almannavilja’ upp á bát-
inn. Auk þess þyrfti að viðurkenna að fjölbreytileika hagsmunanna mætti
leggja að jöfnu við sjálfa hugmyndina um ‘fólkið’. Að mati þeirra sem að-
hylltust uppsöfnunarhkanið var það ekki siðferðileg trú einstaklinganna á að
þeim bæri að breyta í þágu samfélagsins sem dreif þá til athafna, heldur eig-
inhagsmunirnir. Að þessu gefnu lýstu þeir því enn fremur yfir að hagsmun-
ir og óskir ættu að ákvarða flokkadrætti og að um þetta ættu samningaum-
leitanir og kosningar að snúast. Heldur ætti að letja til þátttöku almennings
í ákvarðanatöku, þar sem slíkt hefði aðeins hamlandi afleiðingar á skilvirkni
kerfisins. Málamiðlanir hagsmuna væru líklegri til að stuðla að stöðugleika
og reglu en að virkja fjöldann í leit að blekkingarsamkomulagi um sameig-
inleg gæði. Lýðræðið var í kjölfarið shtið úr tengslum við þá vídd þess sem
lýtur að forskrift og á það litið sem einbert tæki.
Utgáfa bókarinnar Kenning um réttlceti (A Theory of Justicef eftir John
Rawls markaði upphafið að nýrri bylgju innan stjórnmálaheimspekinnar sem
lagði áherslu á forskriftina og dró í efa yfirburði uppsöfnunarviðhorfsins og
smættun þess á lýðræðinu í vinnuferli til að afgreiða hagsmunaárekstra ólíkra
hópa. Rökræðulíkanið býður uppsöfnunarviðhorfinu birginn nú á dögum af
sömu ástæðum. Fylgismenn rökræðulíkansins telja uppsöfnunarviðhorfið
vera rót yfirstandandi óánægju í garð stofnana lýðræðisins sem og hinnar yf-
nþyrmandi lögmætiskreppu sem vestræn lýðræðisríki standa frammi fyrir.
Framtíð frjálslynds lýðræði veltur að þeirra mati á því að siðferðileg vídd þess
verði endurvakin. Þótt talsmenn rökræðulýðræðis neiti ekki ‘staðreynd fjöl-
breytninnar’ (Rawls) og nauðsyn þess að rýma til fyrir mörgum ólíkum túlk-
unum á hinu góða halda þeir því engu að síður staðfastlega fram að hægt sé
Joseph Schumpeter, Capitalism, Socialism and Democracy, New York, 1947.
Anthony Downs, An Economic Theory ofDemocracy, New York, 1957.
3 John Rawls, A Theory of Justice, Cambridge, MA, 1974.