Hugur - 01.06.2004, Page 48
46
Chantal Mouffe
að ná samkomulagi sem er dýpra en ‘einber sammæli um verklag {procedure)',
samkomulag sem kalla mætti ‘siðferðilegt’.
Markmið rökræðulýðræðis
Talsmenn rökræðulýðræðis eru vitaskuld ekki einir í því að vilja bjóða fram
betri valkost en hið ráðandi uppsöfnunarviðhorf og fátæklega hugmynd
þess um lýðræðisferlið. Sérstaða þessarar nálgunar felst í því að hún setur
fram ákveðna forskrift skynseminnar. Tilraun þeirra til að koma föstum
grunni undir hollustuna við frjálslynt lýðræði með því að samþætta hug-
myndina um lýðræðislegt íullveldi og vörn íyrir frjálslyndum stofnunum
sker sig einnig úr. Það er vert að undirstrika að flestir formælendur rök-
ræðulýðræðis eru ekki and-frjálslyndissinnar þótt þeir séu gagnrýnir í garð
tiltekinnar tegundar frjálslyndisstefnu sem skilgreinir sig út frá hagsmuna-
sáttmála (modus vivendi). Olíkt marxískum gagnrýnendum fyrri tíma leggja
þeir höfuðáherslu á frjálslynd gildi í nútímalegum skilningi á lýðræðinu.
Markmið þeirra er ekki að sleppa hendinni af frjálslyndisstefnunni heldur
að endurvekja siðferðilegar víddir hennar og koma á sterkum tengslum milli
frjálslyndra gilda og lýðræðis.
Helsta fullyrðing fylgismanna rökræðulýðræðis er að með hjálp rétts rök-
ræðuverklags megi ná þeim tegundum samkomulags sem myndu fiillnægja
bæði skynseminni (í skilningi varnar fyrir frjálslynd réttindi) og lýðræðislegu
lögmæti (í formi lýðveldis). Utspil þeirra felst í að endurskilgreina grunnreglu
lýðræðisins um lýðveldi þannig að hættunni sem hún gæti skapað frjálslynd-
um gildum er eytt. Það er vitundin um þessar hættur sem oft hefur gert frjáls-
lyndissinna varkára í garð lýðræðisþátttöku fjöldans og gjarna á að finna leið-
ir til að minnka eða takmarka hana. Talsmenn rökræðulýðræðis trúa því að
sneiða megi hjá þessum háska og gera frjálslyndissinnum þannig kleift að
halda lýðræðislegum hugsjónum á lofti af miklu meiri ákafa en þeir hafa
hingað til gert. Ein tillaga sem lögð hefur verið fram er að endurtúlka lýðveld-
ið í ljósi samhuglægni og endurskilgreina það sem ‘boðskiptaknúinn kraft’.4
Hinar ólíku útgáfur af rökræðulýðræði má flokka gróflega í tvær megin-
greinar, þá fyrri undir víðtækum áhrifum Johns Rawls, og þá seinni undir
áhrifum Jurgens Habermas. Ég mun því beina athyglinni að þessum tveim-
ur höfundum, ásamt tveimur fylgismönnum þeirra: Joshua Cohen fyrir hönd
fylgjenda Rawls, og Seylu Benhabib fyrir hönd fylgismanna Habermas. Ég
neita því að sjálfsögðu ekki að nálganirnar tvær eru ólíkar - ég mun vekja at-
hygli á því í umfjöllun minni — en þær eiga einnig margt sameiginlegt, sem
frá sjónarhóli rannsóknar minnar er mikilvægara en það sem í milli ber.
Eins og ég hef þegar bent á felst eitt af markmiðum rökræðunálgunarinn-
ar hjá Rawls og Habermas í því að tryggja sterk tengsl milh lýðræðis og
4 Sjá t.d. Jiirgen Habermas, „Three Normative Models of Democracy", Seyla Benhabib (ritstj.), Dem-
ocracy and Dijference, Princeton, 1996, bls. 29.