Hugur - 01.06.2004, Side 49
777 varnar ágreiningslíkani um lýðrœði
47
frjálslyndis, og að kveða alla gagnrýnendur í kútinn, jafnt frá vinstri og hægri,
sem halda fram mótsagnakenndu eðli frjálslynds lýðræðis. Rawls lýsir því til
dæmis yfir að honum sé metnaðarmál að setja fram lýðræðislega fijálslynd-
isstefnu sem mæti kröfum bæði frelsis og jafnaðar. Hann vill finna lausn á
deilunni sem hefur verið fyrir hendi innan lýðræðishugmyndafræði síðustu
aldirnar
milfi hefðarinnar sem kennd er við Locke, sem leggur meiri áherslu
á það sem Constant nefndi ‘réttindi nútímamanna’, hugsana- og
skoðanafrelsi, ákveðin grundvallarréttindi persónu og eigna og lög-
stjórn (rule of law), og hefðarinnar sem kennd er við Rousseau, sem
leggur meiri áherslu á það sem Constant kallaði ‘réttindi forn-
manna’, jöfn pólitísk réttindi og gildi opinbers lífs.5
Hvað Habermas varðar er ljóst af nýlegri bók hans Faktizitát und Geltung að
eitt af markmiðum kenningar hans um lýðræðisferli er að halda á lofti ‘sam-
eiginlegum uppruna’ grunnréttinda einstaklingsins og lýðveldisins. Annars
vegar ver sjálfs-stjórnun einstaklingsréttindi; á hinn bóginn eru þessi réttindi
skilyrði fyrir iðkun lýðveldis. Hafi þau einu sinni verið skilgreind svo „verð-
ur manni ljóst hvernig lýðveldi og mannréttindi haldast hönd í hönd, og í
kjölfarið getur maður gert sér grein fyrir sameiginlegum uppruna borgara-
legs (civic) og einkalegs (private) sjálfræðis".6
Fylgismenn þeirra, Cohen og Benhabib, leggja einnig áherslu á sáttavið-
leitnina sem fólgin er í rökræðunálguninni. Á sama hátt og Cohen heldur
því fiam að það séu mistök að halda að ‘réttindi nútímamanna’ hggi utan við
lýðræðisferlið og að líta beri á gildi jafnaðar og frelsis sem hluta af lýðræðinu
frekar en takmörk sem því eru sett,7 lýsir Benhabib því yfir að rökræðulík-
anið geti risið ofar klofningnum á mihi frjálslyndrar áherslu á réttindi og
frelsi einstaklingsins og lýðræðislegrar áherslu á heildar- og viljamótun.8
Þessar tvær útgáfur rökræðulýðræðisins mætast jafnframt í því að halda
staðfastlega fram möguleikanum á því að grundvaha yfirvald og lögmæti á
einhverjum tegundum opinberrar röksemdafærslu og sameiginlegri trú
þeirra á birtingarmynd skynseminnar sem er ekki einvörðungu tæknileg
heldur hefur forskriftargildi: hið ‘sanngjarna’ hjá Rawls og ‘boðskiptaskyn-
semi’ hjá Habermas. I báðum tilfehum er gerður skýr greinarmunur á því
sem er ‘einber sammæh’ og ‘skynsamlegu samkomulagi’. Réttnefnt svið
stjórnmála er lagt að jöfnu við skoðanaskipti mihi skynsamra aðila sem virða
reglur óhlutdrægninnar.
Bæði Habermas og Rawls telja að í stofnunum frjálslynds lýðræðis megi
S John Rawls, Political Liberalism, Ncw York, 1993, bls. 5.
Júrgen Habermas, Between Facts and Norms: Contributions to a Discourse Theory of Law and Democ-
7 racy, Cambridge, MA, 1996, bls. 127.
Joshua Cohen, „Democracy and Liberty", J. Elster (ritstj.), Deliberative Democracy, Cambridge, 1988,
bls. 187.
Seyla Benhabib, „Toward a Deliberative Model of Democratic Legitimacy", Seyla Benhabib (ritstj.),
Democracy and Difference, Princeton, 1996, bls. 77.