Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 51
77/ varnar ágreinmgslíkani um lýðrœði
49
skýrir áhersluna sem lögð er á eðli rökræðuverklagsins og þær gerðir skyn-
semi sem teljast ásættanlegar fyrir hæfa þátttakendur. Benhabib orðar þetta
svo:
Samkvæmt rökræðulíkani um lýðræði er nauðsynlegt skilyrði fyrir
því að ná lögmæti og skynsemi hvað varðar hið sameiginlega ákvarð-
anatökuferli í tiltekinni stjórnskipan, að stofnunum hennar sé svo
fyrir komið að það sem talið er sameiginlegur hagur allra sé afleið-
ing sameiginlegra umræðuferla sem farið hafa fram skynsamlega og
af sanngirni á milli frjálsra og jafnra einstaklinga.11
I augum fylgismanna Habermas er tryggt að rökræðuferlin leiða til skyn-
samlegrar niðurstöðu svo fremi sem þau uppfylli skilyrði ‘kjörsamræðunn-
ar’. Eftir því sem ferlið er jafnara, hlutlausara og opnara, eftir því sem þátt-
takendurnir eru óþvingaðri og opnari fyrir því að láta sannfærast af vægi
betri rakanna, því líklegra er að allir þeir sem hlut eiga að máli sættist á
hagsmuni sem sannarlega eru alhæfanlegir. Habermas og fylgismenn hans
neita því ekki að framkvæmd ‘kjörsamræðunnar’ muni mæta hindrunum, en
í þeirra augum eru þessar hindranir tilfallandi. Þær koma til vegna þess að
ólíklegt er, að verklegum og tilfallandi takmörkunum félagslegrar tilveru
okkar gefnum, að okkur muni nokkurn tíma takast að láta alla sérhagsmuni
okkar lönd og leið svo við megum öðlast samhljóm við hið skynsama al-
heimssjálf okkar. Þess vegna er kjöraðstæðum hins mælta máls lýst sem ‘við-
miðunarhugmynd’.
Habermas samþykkir nú ennfremur að til séu málefni sem ekki rúmist
innan skynsamlegrar iðkunar opinberrar umræðu, svo sem tilvistarspekileg-
ar spurningar sem snerta ekki spurningar um réttlæti heldur um hið ‘góða líf
~ sem í huga Habermas eru í verkahring siðfræðinnar — eða átök milli hags-
munahópa um gæðadreifingarvandamál sem verða aðeins leyst með mála-
miðlunum. En hann telur „dilkana sem dregnir eru innan þeirra málaflokka
sem þarfnast pólitískrar ákvarðanatöku hvorki ógilda úrslitavægi siðferði-
legra sjónarmiða né möguleika skynsamlegrar rökræðu sem hins eina rétta
forms pólitískra boðskipta“.12 Að mati Habermas teljast pólitískar spurning-
ar til sömu kvíar og siðferðisspurningar og þeim er hægt að svara skynsam-
lega. En öfugt við siðferðilegar spurningar velta þær ekki á samhengi sínu.
Gildi svaranna sem veitt eru á sér óháða uppsprettu og er algilt. Það er
óhagganleg afstaða hans að skoðanaskipti í anda nálgunar hans séu heppi-
legasta verklagið við að ná fram þeirri skynsamlegu mótun viljans sem fæði
af sér almannahag.
Rökræðulýðræðið, í báðum útgáfunum sem eru til skoðunar hér, gengst við
því að undir nútímakringumstæðum þurfi að viðurkenna mörg óh'k gildi og
hagsmuni, rétt eins og gert er ráð fyrir í uppsöfnunark'kaninu, og að sleppa
II Benhabib, „Toward a DeHberative Model“, bls. 69.
12 Jiirgen Habermas, „Further Reflections on the Public Sphere", C. Calhoun (ritstj.), Habermas and the
Public Sphere, Cambridge, MA, 1991, bls. 448.