Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 52
50
Chantal Moujfe
þurfi takinu af samkomulagi um það sem Rawls kallar ‘allsherjar’-viðhorf á
sviði mála sem eru trúar-, siðferði- og heimspekilegs eðhs. En formælendur
rökræðulýðræðisins sætta sig ekki við að þetta hafi í för með sér að skynsam-
legt samkomulag um póhtískar ákvarðanir sé ógjörningur, þar sem ekki er átt
við einfalt bráðabirgðaskipulag, heldur siðferðilegt samkomulag sem er afleið-
ing frjálsra skoðanaskipta jafningja. Svo lengi sem verklag rökræðunnar
tryggir óhlutdrægni, jafnræði, að kringumstæður séu opnar og að þvingunum
sé ekki beitt, mun það beina samræðunni í átt að alhæfanlegum hagsmunum,
og þar með geta af sér lögmætar niðurstöður. Meiri áhersla er lögð á spurn-
inguna um lögmæti hjá fylgismönnum Habermas, en það er engin gmndvah-
arágreiningur á mihi Habermas og Rawls hvað hana varðar. Raunar skilgrein-
ir Rawls hin frjálslyndu lögmætisviðmið þannig að þau má leggja að jöfnu við
skilgreiningu Habermas: „Aðeins þegar póhtísku valdi er beitt í samræmi við
stjórnarskrá, sem hægt er að ædast til á sanngjarnan hátt að allir borgarar
gangist undir í grundvallaratriðum með hliðsjón af viðmiðum og hugsjónum
sem þeir samþykkja sem sanngjörn og skynsamleg, er beiting þess tilhlýðileg
og um leið réttlætanleg."13 Sá forskriftarmáttur sem þessum almennu lög-
mætisviðmiðum er gefinn kahast á við samræðusiðfræði Habermas. Af þess-
um sökum má sannarlega rökstyðja að þýða megi pólitískan konstrúktífisma
Rawls yfir á tungumál samræðusiðfræðinnar.14 Þetta er raunar að vissu marki
það sem Cohen gerir, og því er hann gott dæmi um að nálganirnar tvær séu
samræmanlegar. Hann leggur sérstaka áherslu á rökræðuferlin og staðfestir að
lýðræðið, þegar átt er við kerfi félagslegrar og pólitískrar tilhögunar sem teng-
ir saman iðkun valds og frjáls skoðanaskipti jafningja, geri þá kröfu að þátt-
takendurnir séu ekki aðeins frjálsir og jafnir heldur einnig ‘skynsamir’. Með
þessu á Cohen við að markmið þátttakendanna sé „að verja og gagnrýna
stofnanir og fyrirædanir í ljósi hagsmuna sem aðrir, sem frjálsir jafningjar, hafi
ástœðu tilað sættast á, að sanngjarnri fjölhyggju gefrnni."15
Áflótta undan fjölhyggjunni
Nú hafa meginhugmyndir rökræðulýðræðisins verið reifaðar, og næst hyggst
ég skoða í frekari smáatriðum nokkur atriði í deilu Rawls og Habermas í því
augnamiði að draga fram það sem ég tel vera helstu ágalla rökræðunálgun-
arinnar. Þar álít ég tvennt einkum skipta máli.
Grundvallaratriði í því ‘pólitíska frjálslyndi’ sem Rawls heldur fram er í
fyrsta lagi að hér sé á ferð frjálslyndisstefna sem er óháð allsherjarviðhorfum
og ekki reist á frumspeki heldur pólitísk. Klippt og skorin aðgreining er sett
fram á milli einkasviðsms — þar sem fjöldi óhkra og ósamræmanlegra við-
horfa búa saman - og sviðs hins opinbera, þar sem hægt er að ná almennu
samkomulagi um sameiginlegan skilning á réttlætinu.
13 Rawls, Po/itica/ Liberalism, bls. 217.
14 Rainer Forst rökstyður þetta í umQöllun sinni um „PoliticaJ Liberalism", Constellatiom 1,1, bls. 169.
15 Cohen, „Dcrnocracv and Liberty", bls. 194.