Hugur - 01.06.2004, Side 53
Til varnar ágreiningslíkani um lýðrœði
5i
Habermas heldur því fram að Rawls geti ekki haft erindi sem erfiði í til-
raun sinni til að forðast heimspekilega umdeild mál, því það sé fjarstæða að
þróa kenninguna á þann frístandandi hátt sem Rawls ætlar henni. Hug-
mynd hans um hið ‘sanngjarna’ og ‘persónuna’ kallar raunar nauðsynlega á
spurningar um túlkanir á skynsemi og sannleika sem hann þykist sneiða
hjá.16 Habermas lýsir því ennfremur yfir að eigin nálgun taki nálgun Rawls
fram sökum strangs leikreglueðlis hennar sem heimili honum að „skilja
fleiri spurningar eftir opnar vegna þess að hún reiðir sig fremur á ferli
skynsamlegra skoðana og viljamyndunar".17 Með því að forðast sterkan
greinarmun á einkasviði og opinberu sviði er nálgun Habermas líklegri til
að rúma þau víðu skoðanaskipti sem lýðræðinu fylgja. Rawls svarar um hæl
að nálgun Habermas geti ekki verið algerlega leikreglumiðuð eins og hann
vill vera láta. Hún verði að gera ráð fyrir inntaksvídd, að því gefnu að mál-
efni sem snúa að niðurstöðum verklagsferlisins sé ekki hægt að skilja frá
gerð þeirra.18
Eg tel að báðir hafi rétt fyrir sér í gagmýni sinni. Kenning Rawls er sann-
arlega ekki jafn óháð allsherjarviðhorfum og hann heldur fram, og Ha-
bermas getur ekki verið jafn fullkomlega leikreglumiðaður og hann vill vera
láta. Það segir sína sögu að báðir eru ófærir um að greina einkasviðið frá
hinu opinbera og hið leikreglubundna frá hinu inntakslega, öfugt við það
sem þeir lýsa skýrt yfir. Það sem þetta leiðir í ljós er að það er ómögulegt að
ná þeim markmiðum sem þeir hvor um sig — vissulega á ólíkan hátt — leit-
ast við að ná, þ.e. að afmarka vettvang sem er ekki bundinn af fjölhyggju
gilda og þar sem samkomulag án útilokunar verður komið við. Rawls sneið-
ir einmitt hjá allsherjarkenningum vegna þess að hann álítur að skynsam-
legum sáttum verði ekki náð á því sviði. Af þessum ástæðum þurfa frjáls-
lyndar stofnanir að gæta hlutleysis hvað varðar allsherjarviðhorf eigi þær að
vera ásættanlegar gagnvart fólki með ólík siðferðileg, heimspekileg og trú-
arleg viðhorf. Þetta skýrir hina skörpu aðgreiningu sem hann reynir að
koma á fót á milli einkasviðsins - með tilheyrandi fjölhyggju ósamiýman-
legra gilda - og opinbera sviðsins, þar sem pólitísk sátt um frjálslyndan
skilning á réttlætinu er tryggð með því að skapa almennt samkomulag um
réttlætið.
I tilfelli Habermas er sambærileg tilraun gerð til að flýja afleiðingar gilda-
fjölhyggju með því að greina á milli siðfrœði (ethics) - sviðs sem heimilar sam-
keppni ólíkra hugmynda um hið góða líf— og siðferðis (morality) — sviðs þar
sem strangri leikreglumiðun er framfylgt og hlutleysi er náð með þeim af-
leiðingum að algild viðmið eru mótuð. Rawls og Habermas vilja grundvalla
tryggðina við frjálslynt lýðræði á ákveðinni tegund skynsamlegrar sáttar sem
kæmi fyrirfram í veg fyrir möguleikann á að þeirri tryggð sé storkað. Sú stað-
reynd að þeim tekst ekki að viðhalda þeim stranga aðskilnaði sem þeir boða
J^rgen Habermas, „Reconciliation Through the Public Use of Reason: Remarks on John Rawls s Po-
litical Liberalism", The Joumal ofPhilosophyXX£\\y 3, 1995, bls. 126.
Sama stað, bls. 131.
John Rawls, „Reply to Habermas", The Joumal ofPhilosophy XCII, 3,1995, bls. 170-174.