Hugur - 01.06.2004, Page 54
52
Chantal Mouffe
hefur afar mikilvægar afleiðingar fyrir lýðræðislega stjórnmálaiðkun. Hún
beinir sjónum okkar að þeirri staðreynd að svið stjórnmálanna - jafnvel þar
sem lykilatriði á borð við réttlæti eða grundvallarviðmið eru annars vegar —
er ekki hlutlaus vettvangur sem hægt er að einangra frá gildafjölhyggju og
leggja fram skynsamlegar, algildar lausnir.
I öðru lagi er svo spurningin um tengslin á milli einkasjálfræðis og opin-
bers sjálfræðis. Eins og rakið hefiir verið þá miða báðir höfundar að því að
sætta ‘réttindi fornmanna’ og ‘réttindi nútímamanna’ og þeir halda því fram
að þessar tvær gerðir sjálfræðis fari nauðsynlega saman. Habermas er samt
sem áður þeirrar skoðunar að nálgun sín sé ein um að geta gert grein fyrir
sameiginlegum uppruna einstaklingsréttinda og lýðræðisþátttöku. Hann
tekur undir að Rawls geri lýðræðislegt fullveldi að undirsáta frjálslyndra rétt-
inda með því að sjá opinbert sjálfræði fyrir sér sem aðferð við að veita einka-
sjálfræði umboð. En eins og Charles Larmore hefur bent á þá tekur Ha-
bermas fyrir sitt leyti lýðræðissjónarmiðin fram yfir annað, vegna þess að
hann vill meina að mikilvægi einstaklingsréttinda sé fólgið í því að þau gera
lýðræðislega sjálfs-stjórn mögulega.19 Við verðum því að álykta að einnig í
þessu dæmi geti hvorugur þeirra staðið undir eigin væntingum. Þeir vilja
neita þversagnarkenndu eðli nútímalýðræðis og þeirri grundvallarspennu
sem ríkir á milli rökvísi lýðræðisins og rökvísi frjálslyndisstefnunnar. Þrátt
fyrir þá staðreynd að einstaklingsréttindi og lýðræðisleg sjálfsstjórn séu
byggingareining frjálslynds lýðræðis og nýjung þeirrar hugmyndafræði felist
einmitt í þessum tveimur hefðum eru þeir ófærir um að viðurkenna að á milli
‘málfræði’ þeirra ríkir spenna sem aldrei verður útrýmt. Þetta þýðir sannar-
lega ekki að frjálslynt lýðræði sé dauðadæmd stjórnskipan, eins og haturs-
menn þess á borð við Carl Schmitt hafa haldið fram. Þótt ekki sé hægt að
uppræta slíka spennu má meðhöndla hana á ýmsa vegu. Stór hluti af lýðræð-
islegum stjórnmálum snýst raunar einmitt um samningaviðræður í tengslum
við þessa þverstæðu og um að orða sig í kringum ótryggar lausnir.20 Leitin
að endanlegum, sfynsamlegum niðurstöðum er misráðin. Slík leit er ekki að-
eins illvænleg til árangurs, heldur setur hún pólitískum umræðum óhófleg
höft. Það er naúðsynlegt að horfast í augu við að þessi leit er bara enn ein til-
raunin til að einangra stjórnmálin frá afieiðingum gildafjölhyggju, að þessu
sinni með því að festa í eitt skipti fyrir öll merkingu og stigveldi hinna mið-
lægu frjálslyndis-lýðræðislegu gilda í sessi. Lýðræðisleg kenningasmíð þarf
að hafna þessum flóttalegu tilburðum og taka þeirri áskorun sem viðurkenn-
ingin á gildafjölhyggju felur í sér. Þetta þýðir ekki að samþykkja þurfi algera
fjölhyggju, og einhver mörk þarf að setja því sem talist getur lögmæt viður-
eign á sviði hins opinbera. En það á að gangast við pólitísku eðli þessara
marka í stað þess að láta þau líta út fyrir að vera siðferðileg eða skynsamleg
nauðsyn.
19 Charles Larmore, The Morals of Modemity, Cambridge, 1996, bls. 217.