Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 55
Til varnar ágreiningslíkani um lýðrœði
53
Hvers konar hollusta við lýðræði?
Astæðan fyrir því að Rawls og Habermas, hvor á sinn hátt, miða að því að ná
einhvers konar skynsamlegu samkomulagi en ekki ‘eintómum hagsmunasátt-
mála eða einberum sammælum’ er að þeir trúa því að slíkt samkomulag muni,
með því að útvega stöðugan grunn fyrir frjálslynt lýðræði, hjálpa til við að
tryggja framtíð frjálslyndra lýðræðisstofnana. Eins og við höfum séð þá er
lykilatriðið hjá Rawls réttlætið, en í tilfelli Habermas hefur það að gera með
lögmæti. Samkvæmt Rawls er vel skipulagt samfélag það sem virkar sam-
kvæmt þeim viðmiðum sem sameiginlegur skilningur á réttlætinu fæðir af sér.
Þetta framleiðir stöðugleika og sátt borgaranna við stofnanir sínar. Haberm-
as álítur að stöðugt og skilvirkt lýðræði krefjist þess að sköpuð sé stjórnar-
farseining sem reist er á skynsamlegu innsæi í lögmæti. Af þessum sökum
skiptir það fylgismenn Habermas miklu að finna leiðir til að tryggja að
ákvarðanir teknar af lýðræðislegum stofnunum komi fram fyrir hönd óhlut-
drægra sjónarmiða sem tjái jafnt hagsmuni allra, en það krefst þess að komið
sé á fót verklagi sem getur leitt af sér skynsamlegar niðurstöður með lýðræð-
islegri þátttöku. Seyla Benhabib orðar það svo: „í flóknum lýðræðissamfélög-
um verður að líta á lögmætið sem niðurstöðu frjálsra og óheftra opinberra
skoðanaskipta allra um málefni sem varða þá sameiginlega“fy
I löngun sinni til að sýna fram á takmarkanir þess lýðræðissamkomulags
sem uppsöfnunarlíkanið boðar — sem aðeins fæst við tæknilega skynsemi og
eiginhagsmuni - leggja formælendur rökræðulýðræðis mikið upp úr vægi
annars konar skynsemi, þeirri skynsemi sem er að verki í boðskiptaathöfnum
°g frjálsri skynsemi hins opinbera. Þeir vilja gera hana að miðlægum drif-
krafti borgara lýðræðissamfélagsins og grundvelli hollustu þeirra við sameig-
inlegar stofnanir.
Eg skil vel áhyggjur þeirra af ástandinu á stofnunum lýðræðisins, en ég tel
svari þeirra verulega ábótavant. Lausnin á þeim vanda sem við stöndum
frammi fyrir er ekki að skipta hinni ráðandi ‘leiða-og-markmiðaskynsemi’ út
fyrir annars konar skynsemi: ‘rökræðu-’ og ‘boðskiptaskynsemi’. Það er sann-
arlega rými fyrir margvíslegan skilning á skynseminni og það er mikilvægt
að auðga þá einföldu mynd sem tæknihyggjumenn draga upp. En að einfald-
lega skipta einni tegund af skynsemi út fyrir aðra mun ekki stuðla að því að
tekist verði á við þann raunverulega vanda sem spurningin um hollustu fel-
ur í sér. Eins og Michael Oakeshott hefur bent á, þá er fullveldi pólitískra
stofnana ekki spurning um að fallast á heldur um látlausa viðurkenningu
borgaranna (cives) á skyldu sinni til að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru
fram í lýðveldinu (res publica)?2 Með því að fylgja þessari hugsun til enda
verður Ijóst að hollusta við lýðræðislegar stofnanir snýst um samsett heildar-
Ég hcf lagt fram þessi rök í grein minni „Carl Schmitt and the Paradox of Liberal Democracy",
Chantal Mouffe (ritstj.), The Challenge of Carl Schmitt, London, 1999; einnig Chantal Mouffe, „Carl
2l Schmitt and the Paradox of Liberal Democracy", The Democratic Paradox, London, 2000, bls. 36-59.
Benhabib, „Toward a Deliberative Model“, bls. 68.
Michael Oakeshott, Oti Human Conduct, Oxford, 1975, bls. 149-158.