Hugur - 01.06.2004, Page 58
56
Chantal Mouffe
réttindi svokölluðum ‘siðferðilegum sjónarhóli’, sem ræðst af skynsemi og
hlutleysi og þar sem hægt væri að ná algildu samkomulagi.
Agreinings’-líkan um lýðrœði
Fyrir utan það að leggja áherslu á iðju og málleiki verður keppinautur við
rökræðulíkanið einnig að takast á við þá staðreynd að vald er einn af lykil-
þáttunum í samsetningu félagstengsla. Einn af ágöllum rökræðunálgunar-
innar er að með því að gefa sér að til sé opinbert svið þar sem völdum hefur
verið útrýmt og þar sem hægt væri að ná skynsamlegu samkomulagi er þetta
líkan um lýðræðisstjórnmál ófært um að viðurkenna þá fjandskaparvídd sem
gildafjölhyggjan felur í sér og er óhjákvæmilegur hluti af eðli hennar. Þess
vegna getur þetta líkan ekki annað en horft framhjá sérstöðu hins pólitíska,
sem það er ófært um að sjá öðruvísi en sem afkima hins siðferðilega. Rök-
ræðulýðræðið er mjög gott dæmi um það sem Carl Schmitt sagði um frjáls-
lynda hugsun: „Frjálslynd hugsun forðast ríki og stjórnmál eða lítur framhjá
þeim og skautar þess í stað endurtekið á milli tveggja misleitra póla, nefni-
lega siðfræði og hagfræði.“28 I raun er eina svarið sem fylgismenn rök-
ræðulýðræðisins geta veitt hinu hagfræði-innblásna uppsöfnunarlíkani að
smætta stjórnmál niður í siðfræði.
Svo bæta megi fyrir þessa alvarlegu vöntun þurfum við lýðræðislíkan sem
getur náð tökum á eðli hins pólitíska. Þetta krefst þess að smíða nálgun sem
setur spurninguna um völd og þandskap í brennidepil. Ég vil tala fyrir slíkri
nálgun og hef lagt fram fræðilegan grunn hennar í Hegemony and Socialist
Strategy.29 Megintilgáta bókarinnar er sú að félagslegt hludeysi grundvallast
á valdsathöfnum. Þetta felur í sér að félagslegt hlutleysi er á endanum póh-
tískt og að það verði að sýna þau merki útilokunar sem stýra myndun þess.
Þessi punktur þar sem hlutleysi og vald mætast - eða öllu heldur falla hvort
inn í annað - er það sem átt er við með ‘forráðum’ (hegemony). Með því að
setja vandamálið fram með þessum hætti er gefið í skyn að vald sé ekki ytra
samband sem á sér stað milli tveggja fyrirfram samsettra sjálfsemda heldur
sé það hluti af sjálfri stofnsetningunni. Ur því að sérhver pólitísk skipan er
birtingarmynd forráða, tiltekins munsturs valdatengsla, er af og frá að draga
upp þá mynd af pólitískum athöfnum að þær séu einfaldlega fulltrúar þegar
samsettra sjálfsemda, heldur verður að skoða þær sem grundvöllun sjálfra
samsemdanna á ótryggu og ávallt berskjölduðu svæði.
Að átta sig á forráðaeðli gefinnar þjóðfélagsskipunar er að setja af stað til-
færslu á hefðbundnum tengslum milh lýðræðis og valds. Samkvæmt rök-
ræðunálguninni eru völd síður áberandi í samsetningu félagstengsla eftir því
sem samfélagið er lýðræðislegra. En ef við sættum okkur við að valdatengsl
séu hluti af samsetningu hins félagslega þá er vandi lýðræðislegra stjórnmála
28 Carl Schmitt, The Concept of the Political, New Brunswick, 1976, bls. 70.
29 Ernesto Laclau og Chantal Mouffe, Hegemony and Socialist Strategy: Towards a RadicalDemocratic Po-
litics, London, 1985.