Hugur - 01.06.2004, Page 61
Til varnar ágreiningslikani um lýörædi
59
mála ekki að fjarlægja ástríður af sviði hins opinbera, í þeim tilgangi að gera
skynsamlegt samkomulag mögulegt, heldur að virkja þær ástríður í þágu
lýðræðislegra fyrirædana.
Eitt af lykilatriðunum til skilnings á kenningunni um ágreiningsfjölhyggju
er að viðureignir um ágreining eru alls ekki ógn við lýðræðið, heldur sjálf lífs-
skilyrði þess. Séreinkenni lýðræðis okkar daga er viðurkenning og löggilding
átaka og höfnun á valdboðsstjórnarfari til að bæla þau niður. Lýðræðissam-
félag segir skilið við hina táknrænu framsetningu á samfélaginu sem h'fræn-
um líkama - sem var einkenni samfélagsskipulags heildarhyggjunnar - og
viðurkennir fjölhyggju gildanna, þá ‘afhjúpun veraldarinnar’ sem Max Web-
er kom auga á, og þau óumflýjanlegu átök sem henni fylgja.
Ég er sammála þeim sem fallast á að fjölhyggjulýðræði kalli upp að vissu
marki á samkomulag og að það krefjist hollustu við þau gildi sem mynda
siðferðileg og pólitísk viðmið’ þess. En fyrst þessi siðferðilegu-pólitísku við-
mið eiga sér aðeins tilvist í óhkum og andstæðum túlkunum, hlýtur shkt
samkomulag ávallt að vera ‘átakasamkomulag’. Þetta eru raunar kjöraðstæð-
ur fyrir ágreiningsviðureign andstæðinga. Ákjósanlegt væri að sviðsetja slíka
viðureign í kringum hinar margbreytilegu hugmyndir um stöðu borgarans
sem svara til ólíkra túlkana á siðferðilegum-pólitískum viðmiðum: íhalds-
sama frjálshyggju, jafnaðarstefnu, nýfrjálshyggju, róttækt lýðræði o.s.frv. Sér-
hver þeirra leggur til málanna sína eigin túlkun á ‘almannahag’ og reynir að
koma á ólíkum gerðum forráða. Til að ala á hollustu við stofnanir sínar þarf
lýðræðislegt kerfi að eiga völ á þessum mótstæðu sjálfsemdarháttum borgar-
anna. Stofnanirnar mynda vettvanginn þar sem hægt er að virkja ástríður í
kringum lýðræðislegt markmið og breyta fjandskap í ágreining.
Heilbrigt lýðræði kallar á hflega árekstra lýðræðislegra stjórnmálaskoðana.
Efþetta vantar skapast sú hætta að þessi lýðræðislega viðureign þurfi að víkja
fyrir viðureignum á milh annarra tegunda hópsamkennda, eins og gerst hef-
ur í sjálfsemdarstjórnmálum. Óhófleg áhersla á samkomulag og frávísun við-
ureigna leiðir til áhugaleysis og óánægju þegar stjórnmálaþátttaka er annars
vegar. Og það sem verra er, afleiðingarnar geta orðið þær að hópkenndir taki
að snúast um mál sem lýðræðisferli ráða ekki við og að fjandskapurinn
sprengi grunninn undan lýðréttindunum.
Af þessum sökum getur hugsjón fjölhyggjulýðræðisins ekki verið að ná
skynsamlegu samkomulagi á opinberum vettvangi. Slíkt samkomulag getur
ekki fyrirfundist. Við verðum að sætta okkur við að sérhvert samkomulag er
aðeins til sem tímabundin niðurstaða staðbundinna forráða, sem stöðug-
leikabinding valds, og að það felur alltaf í sér útilokun í einhverri mynd. Sú
hugmynd að hægt sé að leysa vald upp með skynsamlegum skoðanaskiptum
og að lögmæti megi byggja á skynseminni einni eru tálsýnir sem ógna
lýðræðislegum stofnunum.
Líkan rökræðulýðræðisins neitar að horfast í augu við að víddir hins póli-
tíska verða ekki endanlega ákvarðaðar og að það er myndað úr fjandsemi sem
ekki verður útrýmt. Með því að gefa sér að kostur sé á opinberum vettvangi
rökræðna sem engan útilokar og þar sem öðlast má skynsamlegt samkomu-